Að þróa APP segir nýr formaður.

Það er góðra gjalda vert að þróa App þannig að neitendur geti fylgst með og vonandi tilkynnt um verðþróun og tilkynnt inn okur sem það verður fyrir á hverjum degi. 

Ætlar nýr formaður (Neitandasamtökin) að fylgjast með hverri færslu og summera upp þær meldingar sem félagsmenn (neytendur) senda inn.

Gott og blessað.

Ég vona að þetta App muni stuðla að lægra vöruverði og betri verðvitund hjá neytendum og stíra þeim framhjá aðilum sem eru að verðleggja sínar vörur úr takt við kaupgetu sína.

 

En hvað vilja neitandasamtökin gera til þess að knýja dómskerfið að framfylgja þeim lögum sem eiga að vernda  neytendur?

Það hafa fallið margir dómar í héraði og Hæstarétti Ísland, þar sem lög um Neytendur hafa ekki komist upp á borðið hjá dómurum okkar lands. Þeir hafa ekki einu sinni haft fyrir því að blaða aðeins í þeim.

Dómarar dómstóla hafa gefið skít í réttindi neytanda í flestum dómum er snúa að verð-og gengistryggingu lána sl. 8 ár. Hafa hunsað Neytandalögin, álit erlend álit og dóma sem eru bundin við EES samning sem hafa við erum bundin af.

 

Hafa neytandasamtökin gert eitthvað fyrir neytendur í þeim málum og /eða ætla þau að gera eitthvað í þeim málum ?

 

Hver er kraftur neytandasamtakanna til að knýja dómskerfið til að líta til laga um neytandaverd?

 

Með þessum orðum  og spurningum vil ég óska nýkjörnum formanni til lukku með kjörið.

 

 


mbl.is Vaxtaokrið áþján íslenskra heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband