VG "Vill auka gagnsæi" Ákall þóðfélags um aukna gagnsæi-þvílík hræsni

Var að horfa á herlegheitin í boði RUV. Gagnlegar umræður og allir vilja allt gott fyrir alla. Margt í þættinum voru endurtekningarfullyrðina og loforða, sem allir kjósendur eru búnir að heyra sl. 20 ár.

Það sem stakk mig var að, formaður VG, Kolbrún Jakopsdóttir, gat ekki svarað spurningu, Bjarna Benediktssonar, um aukningu um 70 milljarða króna tekjuaukningu öðru vísu en aö auranir  gætu fengist með auka skatti á þau 10 %  sem mestar hefðu tekjurnar í samfélaginu og aukningu á auðlegaðargjaldi, sem hún útskýrði ekki frekar. 

Þetta er að mínu mati sú lélegasta órökstudda skýring sem ég hef nokkun tíma áður heyrt ( að vísu er það lygi hjá mér) 

Katrín Jakobsdóttir  brosti framan í okkur íslendinga, eða alla þá  sem horfðu á þennan þátt, og sagði í lokaorðum sínum að það þyrfti aukið gagnsæi í íslenskum stjórnmálum( eða það var að vísu minn skilningur.)

En, hvar var þetta gagnsæi hennar, þá  sem forustumaður í VG og  sem var í Háttvirtri Ríkisstjórn okkar allra á  Íslandi. 

Hvar var gagnsæið hjá henni, þegar hún samþykkti leynd yfir skjölum sem snertu hrunið og aðgerðir VG í Ríkisstjórn og Samfylkingar.

Hvað er það hjá Alþingi  sem ekki þolir 100 ára leynd?

Á meðan hún afléttir ekki leynd yfir þeim skjölum, sem hún sjálf stóð að að því að fela fyrir Almenningi í um rúmlegan mannsaldur, er ekki mikið mark á henni takandi. 

 


mbl.is Vill hækka skatta á þá auðugustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband