Nauðungarsölur.

Ætti  þetta frumvarp ekki að eiga við nauðungarsölur fasteigna einnig?

Hversu margar nauðungarstölur hafa farið fram án samþykkist skuldara?

Hversu margar vörslusviptingar/nauðungarsölur hafa farið fram, vegna ólöglegra lána?

 

Ef þetta frumvarp Háttvirtrar efnahags-og viðskiptanefndar nær fram að ganga, þá er það mælikvarði á forgang þessarar Ríkisstjórnar.

Rukkarar fá samþykki skuldara til að fjarlægja bílinn-bátinn-fellihýsið, samþykki  að hann hafi ekki staðiið við afborganir  af  ólöglegum lánum.  Um leið og hann  samþykkir vangreiðslu af ólöglegu  láni, þá má hann éta það sem úti frýs.

 

Næsta frumvarp  Háttvirtrar efnahags-og viðskiptanefndar nær þá til þeirra sem höfðu fengið ólögleg lán fyrir kaup á sinni fasteign. 

Meðhöndlun sú sama.  Fá heiðvirða borgara til að samþykkja að þeir hafi ekki greitt af þessum ólöglegum lánum. Samþykki komið, eignir hirtar.

Ekki verður spurt um orsakir vanskila, forsendubrests fjármálakerfis, ákvarðanir Ríkisstjórnar í endurreisninni.

 

Ég skora á þessa Efnahags-og viðskiptanefnd að þeir leiti upplýsinga um  stöðu bankanna og fjármögnunarfyrirækja, þegar þessi lán voru veitt m.t.t. gjaldeyriseignar þeirra

Ég skora á  Efnahags-og viðskiptanefnd að þeir  upplýsi um samning sem gerður var á milli gömlu bankanna og þeirra nýju.

Ég  skora á  Efnahags-og viðskiptanefnd að þeir  upplýsi "fórnarlömbin" um hvers vegna þessi ólöglegu lán eru ekki inni í efnahagsreikningi bankanna. ( ekki keyrð í gegnum Reiknistofnun Bankanna dagleg, eins og annað)

 Ég  skora á  Efnahags-og viðskiptanefndað þeir upplýsi samhengið á milli1.ooo.ooo.ooo.ooo króna snjóhengju,  gjaldeyirshafta og útþenslu ólöglegra gjaldeyrislána bankanna til okkar íslendinga.

Ég  skora á  Efnahags-og viðskiptanefnd að þeir  upplýsi þeirra skilning á neitandaverndarlögum sem liggja í íslensku lagasafni,(Alþingi er jú LÖGGJAVARVALD) gagnvart þeim sem var lánað ólögleg lán.

Ég  skora á  Efnahags-og viðskiptanefnd að þeir  upplýsi þeirra skilning á afleiðulánum, sem hafa viðgengist hér á landi frá því að VERÐTRYGGING var sett á hér með lögum.

Þetta eru spurningar sem brenna á fólki. 

Ef Alþingismenn, á Alþingi íslendinga, geta ekki svarað þessum spurningum þá eiga þeir að hverfa brott og sækja umboð sitt til  fólksins að nýju.

Þeir fá umboð,  þegar þeir hafa svörin.


mbl.is Ekki vörslusvipt gegn mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti skilirðislaust að setja samskonar lög um Fasteignir þar sem lánað hefur verið gengistryggt ólöglegt lán.

Sömuleyðis bendir allt til þess að Verðtryggingin sé ólögleg líka,frá 1. nóv. 2007 þannig að þessi lög ættu að ná til allra fasteigna næstu ca. 2 árin.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 22:40

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Flest lán sem voru lánuð til bílakaupa voru gengisbundin lán. Það er stór spunrning hvort þessi ólöglegu lán voru ekkert annað en pappírinn. Pappís sem ætti að stura niður og senda til sjós.

Eggert Guðmundsson, 11.5.2012 kl. 22:53

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Verðtrygging er ekkert annað en afleiða. Því er möguleiki á að verðtryggð lán séu ólögleg með vaxtalögum 2001 og jafnvel frá 1994, með innleiðingu laga í tenglsum við EES samning. (ekki alveg viss)

Eggert Guðmundsson, 11.5.2012 kl. 22:58

4 identicon

Með lögum Nr. 108/2007 sem tóku gildi 1. nóv. 2007, en með þeim lögum er MiFID tilskipunin leidd í lög hér á landi, en sú tilskipun bannar fjármálafyrirtækjum viðskipti við almenning með afleiður, og verðtryggt lán er ekkert annað en afleiða, því það veit engin lifandi maður hver mánaðarleg afborgun kemur til með að vera í framtíðinni, og þess þá heldur hver heildargreiðsla verður í lok lánstímans, sem dæmin sanna.

Ég tel alveg útilokað að Hæstiréttur geti komist að annari niðurstöðu, en að verðtryggt lán sé afleiða, og þar með kolólöglegt frá 1. nóv. 2007,og verðtryggingin þarf að fara fyrir Hæstarétt sem allra fyrst, og mín spá er að verðtryggt lán fari sömu leið og gengistryggt lán.

Og þá gætu Fjármálafyrirtæki orðið skaðabótaskyld upp á háar upphæðir fyrir að leggja heimili og fyritæki í rúst vegna ólöglegra lána, bæði gengistryggðra og verðtryggðra.

Googla: MiFID svör við algengum spurningum Glitnir.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband