Færsluflokkur: Evrópumál
2.6.2009 | 20:44
Össur á Möltu!
Hver fjármagnar ferð Össurar til Möltu? Hvernig dirfist honum að fara til Möltu og ræða við ráðamenn þar um mögulegan stuðning þeirra vegna mögulegrar aðildarumsókn Íslands í ESB. Ég heimta að íslenska ríkið borgi ekki fyrir þessa ferð og skora á alþingismenn að taka þessa ferð upp á alþingi.
Með þessari ferð er Össur kominn langt fram úr öllu velsæmi og ætti að vera tekinn á teppið af þjóðinni. Alþingi er ekki búin að fjalla um þetta mál og er málið til umfjöllunar í utanríkisnefnd. Hann lætur engan vita af þessari ferð og tilgang hennar. Þetta er einn mesti dónaskapur sem alþingismaður íslendinga hefur sýnt sinni þjóð og meðbræðrum á alþingi.
Ef ekkert verður tekið á þessu máli, þá megum við íslendingar eiga von á fleiri ferðalögum Össurar og annarra trúboða af hans gerð til núverandi aðildarríkja ESB og betla um fylgi um aðildarumsókn sem ekki hefur enn verið samþykkt af alþingi né þjóðnni.