Traustari grunn?

Ég veit ekki hvað Gylfi er að ræða um traustari grunn? Er hann að ræða um getuleysi og vanmátt?

Ég hef ávalt haldið að gjaldmiðill hvers ríkis eigi að endurspegla efnahagsstjórnun hvers ríkis á hverjum tíma.  

Þetta er kannski uppgjöf hjá Gylfa fh. okkar íslendinga í því að stjórna okkar efnahagsmálum sjálfir. Sumir í ríkisstjórn eru svo uppteknir af því að reyna að færa þessa stjórnun til annarra en okkar, þrátt fyrir mikla andstöðu.  Hafa ráðmenn ekki skoðað ris og fall annarra gjaldmiðla ss. evru / dollar. Það er möguleiki á að Íslenskt efnahagslíf spjari sig með þessum gjaldmiðlum, en er það þess virði að prófa það?

Ráðamenn eru hættir að treysta á sjálfa sig í stjórnun peningamála hérna á Íslandi. Þessir menn  eiga að víkja úr embætti. 


mbl.is Gylfi: Þurfum traustari grunn en krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki séð betur en að krónan okkar sé að gera það gott svo langt sem það nær. Evran? Dollarinn? Hallo? Fylgist enginn með erlendum fréttum? Það er allt á hausnum allsstaðar! Verum ánægð með krónuna okkar. Við vitum þó hvar við höfum hana!

anna (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 11:31

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er satt. Ég tel að ráðamnenn þjóðarinnar hafi ekki getuna til að stýra peninga-og efnahagsmálum.

Eggert Guðmundsson, 26.3.2010 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband