4.8.2010 | 01:59
Ég var Össur Skarphéðinsson
Mig dreymdi draum í fyrrakvöld.
Ég var staddur í Evrópu og ég hafði hafði á tilfinningunni að ég hafði skrópað á einhverjum fundum sem ég átti að hafa verið á.
Ég vissi ekkert hvað var um að vera þegar ég vaknaði þennan morgun.
Ég fór á klósettið og létti á mér og leit í spegilinn. Mér var mjög brugðið því ég horfði á andlitið sem ég kannaðist svo vel við, ég horfði á, Össur Skarphéðinsson. Gat það verið að ég var kominn með sama útlit og hann! Var mig að dreyma? Eða var Össur kominn í minn stað?
Ég tók upp símann og ég hringdi heim í ráðuneytið og spurði um Össur í skiptiborðinu og fékk ritara hans. Ég endurtók spurninguna og svarið sem ég fékk hjá ritaranum" hættu þessu djóki Öski minn"
Ég var furðu lostinn við þetta svar. Var röddin mín virkilega eins og Össurar, halda menn að ég væri Össur í Ráðuneytinu!!!. Þetta var frábært, ég gat verið tekinn fyrir að vera Össur Skarphéðinsson. ÉG fattaði að ég hafði sama útlit og sömu rödd.
Frábært. Frábært. Gat ekki verið betra
Ef ég var Össur þá gat ég hugsað eins og hann. Hvað mundi Össur gera ef hann væri ég og einnig hann sjálfur, hugsaði ég með mér. Þetta hugsaði ég í nokkrar sekúndur. Það þurfti ekki meira en það að skjótast um huga hans. ( Hvílíkur hraði í þessum draum, ég fékk gæsahúð, engin fyrirstaða)
Ég vék úr huga mínum allar hugsanir um regnbogasilunga og þeirra aðferðir til að fjölga sér.
Það tók eina sekúndu.
Heilmikið var eftir í kollinum að mér fannst,allt dálítið ruglingslegt, en þó smá minning hvernig ég ætti að komast heim.
Ég kafaði djúpt í heilann og þá sá ég að minnigin var ekki svo sterk og möguleiki var á að ég langaði ekki heim aftur.Þegar ég skimaði aftur og betur þá komu bara myndir af Mér með ýmsum mönnum. Ég fékk á tilfinninguna að mér langaði ekkert heim aftur.
Ég fékk símtal frá erlendum fréttamanni, brá pínu, ég átti að mæta á blaðamannafundi. ég vissi ekkert um hvað þessi fundur átti að fjalla um, hvernig fékk þessi maður númerið mitt, og því hringdi aftur heim í ráðuneytið til að fá að vita hvað væri í gangi.
Ég fylltist skelfingu,
Hvers vegna var ég ekki látinn vita að ég ætti að mæta á blaðamannafund um málefni ÍSLANDS- blabla fundur um eitthvað ESB, eitthvað sem ég hef ekkert vit á og hef enga glóru um hvað það er . Ég fann ekki neitt í minninu, enda ekki margar sekúndur þar, sem hafa sest að.
Ég gat ekki fyrirgefið mér hversu vitlaust ég er. Ég var orðinn "desperat".Hvað átti að ræða um á þessum fundi. Ég Klóraði mér kollinum smá stund og þá áttaði ég mig á, að ég væri ekki ég, heldur Öski.
Hvílíkur léttir. Ég gat farið á blaðamannafundinn sem Össur Skarphéðinsson, en ekki ég.
Ef ég gerð mig að fífli á þessu blablafundi, þá var það ekki ég, heldur hann. ég fagna myndavélunum sem mynda. Sönnunargögnin koma fram þar. ég get sannað að ég var ekki á þessum blabla fundi .
Hvílíkur léttir. En ég veit ekki hvernig Össur kemst frá honum. Ég var mér til skammar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.