7.4.2011 | 23:00
Auðvitað var Ísland auðlind.
Ísland er ennþá auðlind, þótt Árni Páll sjái það ekki, og rær öllum árum til þess að svo verði ekki.
Er það ekki dæmigert að Ráðherra skynji ekki auðævi Íslands og talar aftur í tímann og talar um blindu stjórnmálamanna. Hvers vegna ræðir hann ekki um blindu stjórnmálamanna nú í dag, þegar mesta vá Íslandssögunar blasir við okkur, þ.e. núverandi Ríkisstjórn.
Hún er búin leynt og ljóst að reyna að þröngva upp á Íslenska þjóð, ánauðssamningi,(Isesave) í þrígang ( þ.e. þÝÐING) 3 svar sinnum.
Sundurlyndisfjandinn á sér marga bandamenn á Íslandi,Sagði Árni. Hvað er hann að meina. Er hann að tala til okkar þegnanna, eða til sinnar Ríkisstjórnar?
Ég tel að hann viti enn ekkert hvað hann sé að segja, frekar en áður.
Ég er ekkert hissa á þessum orðum Árna, og ekki heldur hissa á orðum Steingríms, eða hissa á öllum þeim orðum, sem koma frá Hæstvirtri Ríkisstjórn.(Ekki heldur orðum og samþykktum stjórnarandstöðu)
Því meira sem þau segja, því meira sannfærist ég um að Íslensk þjóð hafi gert stór mistök í síðustu kosningum. Hann ætti að líta í eigin barm og skoða hverju hann, og hans Ríkisstjórn, hafa áorkað, bæði fyrir hrun og eftir hrun.
Leiðréttum þessi mistök og segjum STÓRT NEI gegn Icesave, og sjáum svo til að alhreinsun verði á Alþingi Íslendinga. Við þurfum á mönnum að halda sem trúa, treysta á hæfni og getu Íslands í öllu frjálsræði viðskipta heimsins, trúá á frelsið og fylgja ábyrgðinni sem frelsinu fylgir.
Ein mesta auðlind heimsis er ÍSLAND.
Lánshæfið var auðlind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.