Rúmir 2 milljarðar fyrir rúmlega 50 manneskjur!

Hvað eru menn að hugsa.

Andvirði 50 parhúsa  (stærð 150-200 fermetra) á höfuðborgarsvæðinu fyrir fanga á framfæri ríkisins!

Er forgangsröðun ekki í lagi?  Hvað um þá ógæfumenn sem hafa ekkert brotið af sér og lifa á götum borgarinnar og skúmaskotum þorpa með skömm sinni gagnvart  sínum nákomnu. Samfélgið má ekki eyða túskilding eða tala um  þessa skjóstæðinga sína nema með skömm í brjósti

Nei, það má ekki. Þetta er ekki sama sjálfskaparvítið. Nei , þeir duttu bara í það, þeir ánetjuðust. Það þarf ekki að eyða peningum í öryggi fyrir þetta sjálfskaparvítisfólk.

Nei það er ekki inni!

Að eyða 40 milljónun á hvern þann einstakling sem hefur brotið lögin, sumpart vegna neyslu, en mest vegna einsetts vilja, þá vil ég setja stopp.

Hugsa má frekar um ógæfumanninn, sem gengur um götuna á hverjum degi. Manninum sem tók etv. rangar ákvarðanir, en braut ekki samfélagslög.

Ég veit ekki hvað er í hausnum á þessum stjórnarherrum- Ég skil ekki þessa forgangsröðun. Ég held stundum að ekki sé heilstæð l hugsun í kollinum á þeim


mbl.is Vill byggja nýja álmu á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Góður punktur hjá þér.

Landfari, 6.9.2011 kl. 01:08

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Pólitíkusarnir ættla að hafa gott pláss þegar þeir verða dæmdir í landsdómi!

Eyjólfur G Svavarsson, 6.9.2011 kl. 09:11

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þetta er rangt sett fram hjá þér.  Þú tekur ekki með í reikninginn að það munu fleiri en 50 manneskjur fara í gegnum fangelsið á meðan það er starfrækt.  Þess vegna ættirðu að tala um 50 pláss en ekki 50 manneskjur.  Hitt er svo annað mál hvort það þurfi að kosta 2 milljarða.  En hvað viltu þá gera í fangelsismálum því þörfin fyrir nýtt fangelsi hefur verið til staðar í 14 ár?

Erlingur Alfreð Jónsson, 6.9.2011 kl. 09:15

4 identicon

Það ganga ótal stórhættulegir menn lausir... hvað viltu gera, láta þá ganga lausa áfram; Gera meira af sér...?

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 10:47

5 Smámynd: Landfari

Erlingur, þriggja herbergja íbúð gæti hentað pari með barn eða þremur manneskjum. Þegar fjölskyldan stækkar og flytur annað er hin íbúðin ekki rifin. Það kemur önnur fjölskylda í staðin. Samt er talað um að íbúðin henti fyrir þrjá þó þess vegna gætu 30 manns búið í íbúðinni á líftíma hennar.

Á sama hátt er veriðað tala um fangelsi fyrir 50 manns þá er verið að tala um þá sem dvelja þar á hverjum tíma. Ekki í heildina.

Málið er að það er hægt að gera þetta miklu ódýrara með því að byggja við Litla Hraun eftir því sem mér fróðari menn segja.

Var ekki verið að opna fyrir nokkru nýtt fangelsi í Noregi sem tekur sumum hótleum fram um aðbúnað og afþreyingu. Er það misminni hjá mér að talað hafi verið um að Brevik hefði farið í það fangelsi? Var það ekki í fréttum um árið að eftir endurbætur séu fangaklefarnir á lögreglustöðinni á Akureyri með betri gististöðum í bænum.

Eitt er að byggja fangelsi en það mer ekki þar með sagt að það megi kosta hvað sem er.

Landfari, 6.9.2011 kl. 11:42

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Virkilega þörf umræða Eggert og afsakaðu að ég skyldi kalla þig Sigga!

Fangelsi eru úrelt í þeirri mynd sem þau eru í dag. Hugsunin á bakvið þau eru úrelt og eru fangelsi bara til í þeirri mynd sem þau eru í dag, einfaldlega vegna þess að fólk veit ekki hvað það á að gera.

2 milljarðar fyrir 50 manna fangapláss, er bara peninafyllirí, algjört brjálæði af verstu sort. Langt frá raunveruleikanum og ekki hægt að láta sér detta svona kvaftæði í hug nema að hafa horft á of mikið af bíómyndum. Það eru verkfræðingar sem teikna þetta og í nafni öryggis er makað á kostnaði við byggingu fangelsa sem á sér síðan enga stoð í raunveruleikanum.

Allar verktakar í Evrópu slefa þegar á að byggja fangelsi, sjúkrahús eða aðra "óvenjulega byggingu" sem ríkiskassin borgar. Miklar spekulationer fara af stað og það er ljótir leikir leiknir á undan hverju verkefni.

Málið er að það er talað um að það þurfi fangelsi og það þarf. Enn það er minna talað um hvað á að gera í fangelsinu. Um hvað á vistin að snúast? Er þjóðfélagið enn upptekið af að hefnast sín og eigum við að pynta fólk til að vera eins og fólk þegar því er sleppt út á götu aftur?

Fangelsi þurfa að vera byggð sem endurhæfingarstöðvar. Allar hugsanir að fangar hafi það betri enn gamlir og börn, eru bara rugl. Það skiptir miklu máli að brjóta gamlar hefðir í hugsun gagnvart föngum og sleppa hemndarhugsun og annari vitleysu. Svo er verið að minnast á hvernig Brevik hafi það í Noregi? Og hvað kemur það málinu við á íslandi? Hvernig tengist það fangelsi á Íslandi að vitna í mann sem ekkert þarf að rannsaka nánar til að skilja að hann má ekki fara í fangelsi.

Brevik á heima á sjúkrahúsi, lokuðu innan um fólk sem er eitthvað á svipuðu róli. Þetta að blanda geðveikum innan um lagabrjóta er eins og að setja hunda og ketti í sama búr og klóra sér í hausnum á eftir og skilja ekkert í því af hverju verður að hafa alla þessa öryggisgæslu.

Það þarf nýtt faneglsi á íslandi. Gjarna flottara enn þetta í Noregi. Með Kanadískri hugsun og toppþjálfuðu fólki. Kemur fólk ekki betra út úr fangelsi enn þegar það fór inn í það, þá eru fangelsi óþarfi og milljörðum hent í að þjálfa fólk í að gera sem mestan usla í þjóðfélaginu.

Fangelsi um allan heim fjöldaframleiða vandamál og skila sjaldnast þeim árangri sem óskað eftir. Fangelsi er framleiðsla á falskri öryggistilfinningu handa almenningi og er eiginlega merki um mannlega eymd og vesaldóm nútímamanneskjunar.

Óskar Arnórsson, 16.9.2011 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband