Stór orð.

Það er talað digurbarklega hjá VG -en það er einungis talað. Menn þar á bæ rífa sig og upphefja sig, en ekkert verður úr órðum þeirra. 

 

Innantómt raus og nöldur.  Það verður ekkert gert gegn ESB að hálfu orðhákanna í VG. Sannið til.


mbl.is Danir sitja hjá á makrílfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eggert. Ég hef ekki nokkra ástæðu til að vera ekki sammála þessum orðum þínum.

Ég er ein af þeim sem VG hefur svikið, um að standa við stærsta, mikilvægasta og afdrifaríkasta loforðið, sem var að ganga ekki í ESB.

VG-svikaflokks-forystan í ríkisstjórninni er búinn að selja heiðarleika, mannorð, traust og trúverðugleika fyrir Evrópuseðlabanka-falsaðar ESB-evrur. Þeir sem svíkja vísvitandi einu sinni, svíkja hiklaust aftur, og þá af enn meiri vanvirðingu.

Ég skil ekki hvernig fólk getur ennþá réttlætt stuðning sinn við flokksforystu VG, sem virðist einungis hafa það takmark að svíkja lýðræðið og kjósendur lýðræðisins. Það er ekki hægt að treysta flokksforystu, sem ávalt talar gegn sínum raunverulegu gjörðum.

Og enn síður er hægt að treysta gömlu brýnunum í spilltu stjórnsýslunni á Íslandi, sem ekki hafa nokkurn tíma haft áhuga á velferð þrælanna í landinu, sem þó hafa með sinni sjálfboðavinnuþrælkun skapað allan banka/lífeyrissjóðsrænda auðinn.

Þrælalaun á almennum vinnumarkaði á Íslandi eru lélegri en fangalaun á Litla-Hrauni, miðað við útgjöld og skattpíningu. 

Stolt Gylfa-verlýðssvikara Arnbjörnssonar og Vilhjálms-þrælahaldarasamviskulausa Egilssonar hlýtur að hafa náð sínum hæðstu hæðum í "mannúður-virðingarstiganum" alþjóðlega.

Þetta ASÍ-SA-afætu-ræningjalið hlýtur að teljast til stórhættulegra sálarmorðingja á siðmenntaðra mælikvarða. Þessir svikarar ættu kannski að hugleiða það í nokkrar mínútur á dag, hvernig þeir eru að fara með láglauna-þrælasálir þessa lands, og hugleiða það sérstaklega vel, þá daga sem þeir skaffa sjálfum sér og sinni pólitísku landasölu-ræningjaklíku ofurlaun á siðblindan og ólíðandi hátt.

Ég á ekki til fleiri lýsingarorð þessa stundina, til að lýsa hvítflibbamafíu-villimennskunni á Íslandi í öllum flokkum, enda ætti þetta að duga í bili til að vekja eitthvert mögulegt lífsmark í samvisku þessara banka/lífeyrissjóðs-ræningja-foringja.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2012 kl. 21:32

2 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Stór orð Anna :-)

Þetta makríl mál er há pólítíkst hjá ESB, það eru útvegsbændur og sjómenn hjá ESB sem vilja koma á okkur höggi.

Þetta mál er ekkert að fara í burtu fyrr en samningar milli allra takast um makrílinn.

Hvað sem viðræðum okkar við ESB kemur við, hætt eða ekki. Þá munu þeir sem fara verst úr þessu verða Íslendingar.

Hvað þolum við lengi tolla á okkar útfluting og löndunarbann til ESB ?

Við erum ekki beint í besta árferðinu til að takast á við þetta miðað við gjaldeyrishöft og fall okkar krónu.

Hvað sem öðru líður þá er alltaf best að semja :-)

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 22.4.2012 kl. 01:26

3 Smámynd: Sandy

Rétt er það, gott að semja en um hvað vill ESB semja 7% veiðiheimild til handa Íslandi? Ég segi nú bara að ef ESB,Noregur og Írland vilja ekki hlusta á okkar röksemdir í Makríldeilunni og halda að þeir geti skamtað okkur eins og þeir telja best fyrir sig í málinu, nú þá nær það ekki lengra. Norðmenn hafa veiðiheimild á bolfiski innan lögsögu Íslands, við erum í viðræðum við ESB um inngöngu, og við erum með allskyns samninga við þessi lönd sem hægt væri að fara í endurskoðun á, ef það á að fara að ráðgast með veiðar innan okkar lögsögu.Einnig erum við með sendiráð sem gjarna mætti loka mér að meinalausu. Við eigum bara alls ekki að gefa eftir í þessu máli, því þá erum við búin að gefa fordæmi fyrir frekari íhlutun inn á okkar yfirráðasvæði, sem tók okkur tvö þorskastríð að vinna.

Sandy, 22.4.2012 kl. 07:17

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig semja þrælar við þrælahaldara?

Ég held ég kunni ekki þá samningalipurð og sveigjanleika, sem embættismanna-klíkan á Íslandi og víðar er svo ósvífin að láta sér detta í hug að ætlast til. Ég kæri mig heldur ekki um að læra meira um hvernig hægt er að réttlæta þrælahald og bankarán í heiminum.

Það er ekki hægt að semja við sjúka, siðblinda og gráðuga ræningja og fjölskyldu-sundrunar-sálarmorðingja.

Þetta er viðbót við fyrri stóru orðin, sem því miður eru öll óhrekjanleg og sönn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.4.2012 kl. 10:03

5 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sandy

Þú talar eins og Ísland sé stórveldi og efnahagur Íslands sé með besta móti :-)

Við eigum langmest undir því að tollasamningar og verslun með fisk við Evrópu sé í góðu lagi.

Ef þú vilt efnahagslegt stríð við Noreg og ESB þá verður þú mjög fljót að finna fyrir því.

Verður að átta þig á því að Ísland er smáþjóð og þarf nauðsynlega á ESB að halda þar sem útflutingur þangað er hvað 60% eða meira !

Kanski að kenna samningatækni í skólum og byrja ekki seinna en í grunnskóla hér á Íslandi.

Kveðja

Jóhannes  

Jóhannes B Pétursson, 22.4.2012 kl. 10:10

6 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Anna

Makríllinn er flökkustofn og þarf að semja hann hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Þú notar mjög stór orð alltaf við pennann :-)

Þú segir :

" Það er ekki hægt að semja við sjúka, siðblinda og gráðuga ræningja og fjölskyldu-sundrunar-sálarmorðingja "

Við hvaða land átt þú við þarna ( okkur, Noreg, ESB eða fl. )

Ef þú værir við samningsborðið þá væri líklega orðið stríð á milli þessara þjóða og við aðeins 330.000,-

Það færi ekki vel fyrir okkur :-)

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 22.4.2012 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband