Fyrir hvern?

Fyrir hvern er þessi könnun framkvæmd ?

Hvers vegna var ekki spurt um hvort það vildi fá betri efnahagsstjórn, þannig að ekki þurfi að hugsa um verðlag í dag versus verðlag eftir 4 vikur.

Það er gerð krafa um að almennir íslendingar hugsi hraðar en eldflaug. Almenningur þarf að setja sig inní hugsunarhátt þeirra sem stýra efnahagi Íslands, þeir þurfa að hugsa hraðar en ASÍ, þeir þurfa að hugsa um Glapfarir á Alþingi Ísland. 

 

Að gera lítið úr fjármálalæsi íslendinga er lítimannlegt. Það finna allir íslendingar á sínu skinni, ef þeir hafa ekki nóg að" bíta og brenna"fyrir sig og sína fjölskyldu.  Að reyna að fela vandann með einhverri niðurstöðu í "fjármálalæsiskönnun" hjá íslendingum, er einungis tilraun yfirvalda  að fela getuleysi sitt. 

Fólk á að geta greitt skuldir sínar án þess að þurfa að spá í hvort það sé læst á fjármál eða ekki.

Það þarf einungis að fá réttmætar kröfur settar  á borð fyrir sig. 

 

Þær kröfur skilur hinn almenni borgari.

 

 

 


mbl.is Einn fékk 10 á prófi í fjármálalæsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, fellur í elsta og minnst menntaða hópin- með mjög takmarkað fjármálalæsi. Það sem verra er Jóhanna reynir að koma sér undan öllum skylduverkum eins og að lesa samninga en vill samt ólm skrifa undir fjárhagsskuldbindingar fyrir hönd þjóðarinnar. Eru heimildir fyrir því að Jóhanna sé læs til gagns? Ég held ekki.

Könnun þessi er klárlega til að vega að almeningi og reyna að sá efasemdum hjá fólki um eigin hæfni - ómerkilegt lúabragð.

Sólbjörg, 3.5.2012 kl. 04:50

2 identicon

http://feis.squarespace.com/umstofnunina/

Þeir munu passa upp á að spurningarnar gefi neikvæða mynd - annars væri stofnunin óþörf

Grímur (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 07:29

3 identicon

Úff, ég veit ekki hvort er skelfilegra, niðurstöður könnunarinnar eða þetta bull hérna sem reynir ekki bara að afsaka lélegt fjármálalæsi heldur láta eins og það sé bara í fínu lagi.

Gulli (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 09:40

4 Smámynd: Sólbjörg

Gulli það sem er miklu skelfilegra en bæði ofangreint- er skelfileg vanhæfni ríkistjórnarinnar í öllum málum jafnt fjármálum sem úrlausnum að koma atvinnulífinu á skrið. Allt er klúður og handvömm. Aftur á móti tekur ekki nema smástund að kenna þjóðinni það sem upp á vantar í fjármálalæsi ef þeir sem bera ábyrgð á þeirri fræðslu myndu vinna vinnuna sína. Ein heimasíða myndi duga.

Sólbjörg, 3.5.2012 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband