Íslensk Evra!

Samfylkingin getur nú lofað okkur íslendingum íslenska EVRU.!!!

Einungis er spurning um gengið gagnvart ÖÐRUM Evrum annarra landa. 

 

Skrípaleikurinn heldur áfram í ESB. Ráðamenn neita viðblasandi staðreyndum.


mbl.is Tekin verði upp grísk evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við höfum nú þegar "íslenska evru". Hún heitir króna. Að halda því fram að það að "grísk evra" sé skárri hugmynd en endurupptaka drökmu er eins og að mála varalit á svín, og hámark fáránleikans að aðalhagfræðingur Deutsche Bank skuli láta hafa slíkt eftir sér. Alla gjaldmiðla er hægt að gengisfella með því einfaldlega að prenta þá, sem bankar á vesturlöndum gera nú í gríð og erg, þar á meðal DB.

Reyndar er þetta ekki heimskulegasta hugmynd sem þar hefur fæðst því þetta er sami banki og fjármagnaði Lýsingu með evrum sem voru greiddar í arð til Exista á meðan Íslendingum voru veitt krónulán með gengistengingu, þau bókfærð sem erlendar eignir og framvísað sem tryggingum fyrir lánunum frá þýzka. Í samanburði við það er "grísk evra" svosem hvorki betri né verri hugmynd, heldur alveg jafn galin!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2012 kl. 22:09

2 identicon

Grikkir gætu þá tekið upp al-íslenska verðtryggingu í leiðinni + okurvexti. Það væri frábært fyrir þá.

Margret S. (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 22:29

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

AGS-drottningin er komin út í horn, og kann ekki að bjarga sér út úr sinni forrituðu fáránleika-skoðun. Skoðun sem er einungis hugarfóstur glæpabanka AGS og ESB-seðlabankamafíunnar.

Það er fáránlegt að láta þessa Large-frú segja nokkurn skapaðan hlut um hvernig leysa verður vanda fallins og innistæðulauss fjármálakerfis heimsins!

Þessi Large-frú er ekki hátt skrifuð hjá mér, frekar en Þýski Engillinn Merkilegi.

Nú er komið að fólkinu í Evrópu, almenningi sjálfum, að stoppa þetta fáránlega heims-stjórnar-kvenfélag bankaræningjanna!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 23:06

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Grikkir gætu þá tekið upp al-íslenska verðtryggingu í leiðinni + okurvexti. Það væri frábært fyrir þá.

Það er nákvæmlega það sem tillagan felur í sér, nema í stað neysluvístölu er það gengistenging. Skuldir Grikkja yrðu þá verðtryggðar m.v. Evruna en laun Grikkja hinsvegar greidd í gengisfallandi "grískri evru". Þetta þekkja meira en 10% íslenskra fjölskyldna sem hafa verið með gengistryggð og síhækkandi lán áður en blessunarlega fékkst staðfest að þetta væri ólöglegt. Hinsvegar eru samevrópskar stofnanir á annari skoðun og virðast telja slíkt fyrirkomulag beinlínis æskilegt.

Þetta er nákvæmlega sama fyrirkomulag og var hér fyrir hrun og einn af orsakaþáttum þess.

Til hamingju Suður-Evrópa,að uppgötva íslenska módelið "in the hardest way possible" og mörgum árum á eftir okkur norðurbyggjunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2012 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband