Jafnræðið? Og hefur Steingrímur J. logið að þjóðinni?

Ef þetta er rétt hjá Víglundi að Steingrímur J Sigfússon hafi undirritað þann 17.júlí 2009 Rammasamning um að koma ríkisbankanum Nýja Kaupþing (nú Arionbanka)  í eigu skilanefndar og um leið gefa þeim tækifæri á að endurmeta lánasafn þrotabúsins, sem var flutt í Nýja Kaupþing á grundvelli Neyðarlaganna.

Hann segir að í tölulið 7, þá hafi Steingrímur upphafið  bankaleyndina og gefið fullan aðgang að matsskýrslum Deloitte og fleiri mata að eignamati á lánasafni bankans.

Ef þetta er rétt hjá Víglundi, þá hefur Steingrímur logið að þjóð sinni um að leynd hafi verið á þessum skýrslum að kröfu skýrsluhöfunda, þegar hann birtir skýrslu sína í mars 2011.

Á hinn almenni skuldari í Arionbanka ekki sama rétt á að sjá og skoða á hvaða verði lán hans var flutt á milli þess gamla og nýja banka? 

Eða er jafnræðið eingöngu fyrir suma?

 


mbl.is Segir stjórn FME vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband