26.2.2018 | 20:57
Klúður stjórnvalda 2009-2010
Nú halda kröfuhafar veizlu og hlæja af af okkur islendingum.
1000 faldur ágóði eiginfjármagns sem lagt var til, eða meira?
Það er þó bót í máli að íslendingar hafa enn skattlagningarvaldið og geta því náð stórum hluta þessa ofurgróða til baka í sköttum þ.e.a.s. ef það er til einhver manndómur hjá þeim er starfa sem Alþingismenn okkar.
Alþingismenn geta sýnt það í verki að þeir séu ekki gungur og hafi það áræði til að ná í þennan skatt og sjá um leið að þessi ofurgróði fari ekki úr landi.
Stór fjöldi fjölskyldna hefur engar bætur enn fengið vegna athafna þessarra kröfuhafa og misst allt sitt vegna undirgefni Ríkisstjórnar okkar á árunum 2009 og 2010 við þessa kröfuhafa, Vogunarsjóði sem hafa ekki nein nöfn á bak við sig.(Líklega ekki hæfir til að eiga banka)
Enn er til ráð og tími sem HIÐ HÁA ALÞINGI hefur til að bæta úr mistökum sínum á þessum samningum.
Íslenska ríkið farið úr hluthafahópnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.