Orkupakki 3

"eða þenn­an þriðja orkupakka, sem er tækni­legt fram­hald af fyrsta og öðrum og fel­ur ekki í sér nein­ar grund­vall­ar breyt­ing­ar af því fyr­ir­komu­lagi sem við höf­um í dag,“ svaraði Þór­dís Kol­brún."

Er ekki tími til kominn að Háttvirt Ríkisstjórn segi okkur nákvæmlega hvað sé í þessum ORKUPAKKA 3, sem gagnast okkur í komandi framtíð, ef við heimilum ekki RAFSTRENG til Evrópu.

Ef það er ekkert í PAKKANUM sem skiptir okkur máli Í GRUNDVALLAR ATRIÐUM- því á þá að leggja hann fram til Alþingis til samþykktar?


mbl.is Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þú vilt vita hvað er í svokölluðum orkupakka, af hverju lestu hann þá ekki sjálfur?

Hvers vegna ættir þú að treysta ríkisstjórninni til að segja satt og rétt frá innihaldinu?

Og myndirðu yfir höfuð mæta á þann kynningarfund þar sem væri sagt frá því?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2019 kl. 18:44

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Eggert. Þessi spurning þín er tímabær;

"Ef það er ekkert í PAKKANUM sem skiptir okkur máli Í GRUNDVALLAR ATRIÐUM- því á þá að leggja hann fram til Alþingis til samþykktar?"

Það er lágmark að þjóðkjörnir fulltrúar svari þessari spurningu.

Þú átt ekki að þurfa að lesa heilu doðrantana frá ESB, eða spyrjast fyrir í Valhöll, eða guð má vita hvar til að fá svar við svona einfaldri spurningu.

Magnús Sigurðsson, 25.3.2019 kl. 18:58

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús. Treystir þú því að ríkisstjórnin veiti réttar upplýsingar um þetta? Hefurðu gleymt Icesave málinu?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2019 kl. 19:05

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hef ekki gleymt icesave málinu Guðmundur, og hef enga ástæðu til að treysta útúrsnúningum og orðhengilshætti kjararáðs mútuþægra stjórnmálamanna. Það er alveg ljóst að 3.orkupakkinn án fyrirvara er afsal á yfirráðum, eða fullveldisafsal eins mútuþegarnir viðurkenna sjálfir með því að leggja fram fyrirvarann.

Það er því óþarfi að kjörnir fulltrúar losni við að svari þeirri einföldu spurningu hvers vegna á að leggja fram akkúrat núna afsal með fyrirvara, sem gerir afsalið merkingalaust. Þetta hyski á ekki að komast upp með að þurfa ekki að svara svo einfaldri spurningu.

Magnús Sigurðsson, 25.3.2019 kl. 19:36

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Með innleiðinngunni er Ísland tengt Orkumálaráðabruggi/deild ESB. Það er vont fyrir Ísland en björgun fyrir græðgis gleypigang ESB sem er á fallandi fæti.

Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2019 kl. 23:22

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Nei Guðmundur- ég treysti ekki upplýsingum frá Ríkisstjórninni, en það er lámárk að þeir skýri, á sinn hátt, hvernig þessi orkupakki 3 gagnast okkur íslendingum.

Þá má einnig biðja þá um svör sinna sérfræðinga um mögulegan úrskurð Evrópuréttar ef þessi innleiðing Alþingis á Orkupakka 3 verði einungis innleiddur að hluta.

Eggert Guðmundsson, 26.3.2019 kl. 09:28

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirvarar hafa ekkert að segja gagnvart ESB, það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst.  ANNAÐ HVORT ERU TILSKIPANIR SAMÞYKKTAR EINS OG ÞÆR KOMA FRÁ ESB EÐA ÞEIM ER HAFNAÐ.  ÞETTA EIGA MENN AÐ VITA........

Jóhann Elíasson, 26.3.2019 kl. 13:12

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Jóhann- ég er sammála þér um að það lýðst ekki að taka upp tilskipanir að hluta. Mér fynnast útskýringar Ráðherra furðulegar

Eggert Guðmundsson, 26.3.2019 kl. 14:46

9 identicon

Þeir þingmenn sem kjósa með þessu eiga að fara í fangelsi fyrir landráð.

þorbergur (IP-tala skráð) 1.4.2019 kl. 22:19

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Hver kannast ekki klysju sem þessa: "Þriðji orkupakkinn felur ekki í sér neina stefnubreytingu stjórnvalda frá 1. og 2. orkupakkanum." Þetta er laukrétt því lenskan er hér á landi að gleypa allar reglugerðir og tilskipanir hráar frá ESB. Hvað á að gera við 4. og 5. orkupakkann? Hafa menn kynnt sér innihald þeirra? Hvar á að segja STOPP?

Svo segja menn: "Það eru engin stjornskipuleg vandamál við að innleiða 3. orkupakkann hér á landi". Þetta er laukrétt því þegar Alþingi hefur samþykkt þyngsályktunartillögu utanríkisráðherra um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara, þá er Alþingi skulbundið til að innleiða 3. orkupakkann í íslensk lög og málið er unnið fyrir ESB. Einfalt ekki satt?

Aðalatriðið er því að horfa framhjá þessu orðagjálfri ráðamanna og átta sig á því, að styrkur Íslands felst í því að geta hafnað alfarið þyngsályktunartillögunni því þá fellur lagafrumvarpið um sjálft sig. Næsta skrefið er að málið verður tekið upp í sameiginlegu EES nefndinni þar sem menn geta samið um þá fyrirfara sem þeir þá óska. Hvers vegna í ósköpunum hafa menn í ráðuneytunum ekki bent á þessa leið? Það er með öllu óskiljanlegt. Þetta kemur skýrt fram í grg. lögmannanna Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna >Friðrikssonar, sem allir ættu að lesa.

Júlíus Valsson, 5.4.2019 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband