Lending

Ég vona að Sjálfstæðisflokkur sjái skynsemina í því að bíða til haustsins með klára umræður um Orkupakka 3 og þá einnig að bíða eftir niðurstöðu norska stjórnlagadómstólsins um samþykkt "þeirra alþingis" á Orkupakka 3. 

Málið verður tekið fyrir 23. september nk. að öllu óbreyttu.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki bíða eftir þeirri niðurstöðu og sína þar með hollustu íslendinga til norðmanna, þá á ég við alþýðu þess land, Noregs, sem er á móti þessari tilskipun sem er í Orkupakka 3.og ætlar einnig neita að virða meirihluta þeirra íslendinga sem eru á móti þessum sama Orkupakka 3. Þá sérstaklega eftir allar þær viðvaranir lögmanna sem hafa komið fram undanfarna daga og þá einnig nýrra upplýsinga um hvað felst í Orkupakka 4, sem er beint framhald ógæfunnar þ.e.a.s. að halda yfirráðum íslenskrar raforku undir íslenskum lögum og íslensku forræði.

Þá vil ég einnig nefna að 70% af þeim sem gáfu umsögn til Utanríkismálanefndar um þennan Orkupakka 3 voru neikvæð og því skil ég ekki, að bæði Sjálfstæðisflokkur og megin þorri Hins Háa Alþingis sé að reyna knýja þessa þingsályktunartilögu fram með samþykki.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sýna okkur sönnum íslendingum /kjósendum á hvaða vegferð hann er og koma skýrt fram og útskýra fyrir okkur-

HVERS VEGNA FORYSTA SJÁLFSTÆÐISFLUKKURINS VILL SAMÞYKKJA ORKUPAKKA 3

kveðja úr Árborg


mbl.is Engin lending komin um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband