Er Ríkisstjórnin búin að tapa sér?

Það er með eindæmum að íslenskir ráðamenn ætli að styðja við framleiðslu morðtóla.

Það væri nær að setja þessar 300.000 milljónir í hjálparstarf í stað þess að greiða fyrir framleiðslu hergagna til drápa.

Ég vona að þetta komi til Alþingis og þar verði þetta kaffært og tillöugmenn látnir sæta geðrannsókn.


mbl.is Ísland leggur til 300 milljónir í kaup á skotfærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er miklu verra en þú heldur.

Þeir eru að dæla *OKKAR* pening úr landi til þess að búa til óvni þar.  Óvini sem ekki voru áður.  Úr mönnum sem var ekkert illa við okkur.  Í engum sjáanlegum tilgangi.

Það þarf að húðstrýkja þá sem koma með svona hugmyndir. 

Ásgrímur Hartmannsson, 25.3.2024 kl. 19:17

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Virðist alltaf vera til peningar í svona gæluverkefni einstakra þingmanna

á ekki von á því að einn einasti alþingismaður mótmli að sækja þessa peninga í vasa skattgreiðenda

Grímur Kjartansson, 25.3.2024 kl. 21:02

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég tel að ráðamenn viti ekkert hvað þeir eru að gera. Með þessari gjörð eru þeir að gefa skotleyfi á Ísland. ÞAð virðist ekkert vera í kollinum á þessu fólki.

Eggert Guðmundsson, 26.3.2024 kl. 12:31

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta eru bara þjóðníðingar og ekkert annað.

Hvenær var það ákveðið að Ísland tæki þátt í manndrápum og vopnaframleiðslu..?

Ég man ekki eftir því að þjóðin hafi verið spurð.?

Þeir sem standa að þessu ættu að sæta geðrannsókn.

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.3.2024 kl. 17:27

5 identicon

Frelsi og lýðræði kostar.  Það eru sem betur fer til fólk sem er tilbúið að standa í lappirnar gegn ofbeldi og kúgun, Ekki eru allir huglausar heybrækur eins og þeir sem hafa hingað til tjáð sig á þessum þræð, pistlahöfundur ekki undanskldur.

Bjarni (IP-tala skráð) 27.3.2024 kl. 20:02

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvaða lýðræði og frelsi ertu að tala um Bjarni. Hefur verið lýðræði og frelsi verið við lýði í Úkraníu frá 2014. Hafa stjórnvöld þar ekki lokað á alla fjölmiðla og alla stjórnarandstöðu sem ekki tala sama máli og stjórn landsins?

En það er rétt að frelsi og lýðræði kostar, bæði peninga og fórnir.

Ertu að tala um huglausar heybrækur sem flýðu land sitt og var ekki tilbúið að "standa í lappirnar" gegn kúgun og ofbeldi heima fyrir?

Ef þú ert ekki huglaus heybrók, þá ættir þú að fara til Úkraníu og berjast fyrir frelsi, lýðræði, ofbeldi og kúgun. Þú hlítur að vera maður til þess.

Eggert Guðmundsson, 28.3.2024 kl. 09:53

7 identicon

Já það voru lýðræðisöfl sem stóðu að uppreisninni 2014.  Fólk fer ekki út á götu til að mótmæla stjórnvöldum af því það var hvatt til þess af CIA, CIA getur, og hefur, efnt til valdaráns en CIA hefur enga burði, og hefur aldrei haft, til að efna til byltingar alþýðunnar.  Þú ert illa upplýstur og nytsamur afglapi ef þú trúir því að 2014 hafi verið eitthvað annað en uppreisn alþýðunnar sem vildi nánari tengsl við evrópskt lýðræði og kærði sig ekki um að leppríki rússlands eins og belarus.

Huglausu heybrækurnar eru ekki fólkið sem flýr stríðsátök heldur þeir sem ekki hafa kjark til að standa með réttlæti gegn ranglæti.  Þú ert huglaus heybrók.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.3.2024 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband