Stjórnarskráin

Ég get ekki skilið þessa umræðu um að fara kjósa um hvort við eigum að hefja aðlögunarviðræður við ESB. Stjórnarskráin leyir ekki þessa kosningu.

Fyrst þarf að breyta Stjórnarskránni til leyfa þessar kosningar. Ef það eru ekki gerðar breytingar þá eru landsmenn settir í þá stöðu að kjósa um LANDRÁÐ þ.e.a.s þeir sem kjósa JÁ eru að fremja LANDRÁÐ skv. Stórnarskránni.


mbl.is Vonar að Evróputengd mál verði ofarlega á blaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert í stjórnarskránni sem bannar viðræðurnar, kosningar um framhald þeirra og síðan kosningar um hvort fólk vilji að Ísland gerist aðili. Að því öllu loknu gæti það sem stjórnarskráin segir farið að skipta máli og kjósa gæti þurft um breytingu á henni áður en til inngöngu kæmi.

Stjórnarskráin bannar ekki umsóknir, viðræður og skoðanakannanir. Jafnvel þó afrakstur þess gæti kallað á stjórnarskrárbreytingu. Umsókn er ekki aðild, viðræður eru ekki aðild og kosning um vilja þjóðarinnar er ekki aðild.

Orðið landráð er hvergi að finna í stjórnarskránni.

Vagn (IP-tala skráð) 15.7.2025 kl. 15:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hugmyndin um "aðildarviðræður" er markleysa því það er ekkert til umræðu annað en aðild eða ekki og þar sem stjórnarskráin leyfir ekki aðild er markleysa að fara í viðræður og bannað að sækja um. Orðið landráð stendur vissulega hvergi í stjórnarskránni en í 47. gr. hennar stendur að sérhver nýr þingmaður skuli vinna drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. ÞAð samaama gildir um utanþingsráðherra eins og aðra embættismenn samkvæmt 2. mgr. 20. gr. stjórnarskráinnar. Eftir að viðkomandi hefur unnið slíkt drengskaparheit að stjórnarskránni má hann ekki gera neitt til að grafa undan henni, hvorki fella hana úr gildi né kollvarpa henni með breytingum sem myndu kippa grundvellinum undan henni á borð við að framselja stjórnarskrárbundið vald úr höndum Íslendinga í hendur útlendinga. Þar sem þetta er óheimilt er ESB aðild útilokuð og þess vegna bæði markleysa og lögleysa að "sækja um" slíka aðild eða hefja nokkrar aðgerðir sem stefna að slíku markmiði.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2025 kl. 16:17

3 identicon

Stjórnarskráin er ekki svo heilög að henni megi ekki allri breyta. Þjóðin kýs um þær breytingar og engin grein hennar er undanskilin. Drengskaparheit þingmanna koma ekki í veg fyrir breytingartillögur.

Vagn (IP-tala skráð) 15.7.2025 kl. 16:46

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Stjórnarskráin, eins og hún er, er mjög andfasísií eðli sínu.

Sem er ástæða andúðar svo margra á henni.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.7.2025 kl. 20:41

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að sjálfsögðu má breyta stjórnarskránni enda er beinlínis mælt fyrir um hvernig hægt sé að gera það í 79. gr. hennar, en þó má aðeins gera það til að betrumbæta hana enda myndi annað ekki samræmast því drengskaparheiti sem 10. gr., 2. mgr. 20 gr og 47. gr. áskilja valdhöfum hvers tíma að vinna að henni. Að afnema stjórnarskránna, kollvarpa henni eða kippa grundvellinum undan fullveldi ríkisins sem á henni byggist, gæti aftur á móti ekki samræmst neinum drengskap að henni, síst af öllu þeim sem er heitbundinn.

Til að öðlast heildstæðan skilning á lagatexta þarf að lesa hann allan í heild sinni til skilnings á heildarsamhenginu sem hann myndar. Slík lagaskýring kallast samræmisskýring. Aftur á móti er ótækt að tína bara út eina staka setningu og segja að eitthvað megi bara vegna þess að stendur þar, ef það stangast svo á við annað sem stendur í sama textanum og ekki má víkja frá. Ósamræmisskýring er hvorki til í lögfræði né gæti talist vera tæk lögskýringaraðferð.

Þetta heildarsamræmi og -samhengi hafa meðal annars þau sem halda að til sé einhver "ný stjórnarskrá" önnur en sú sem hefur verið í gildi frá 1994 (með áorðnum breytingum), aldrei getað skilið eða ekki viljað það.

Höfundar stjórnarskrárinnar voru mjög snjallir að innbyggja í hana skyldu valdhafa til að vinna drengskaparheit að henni. Það er sá öryggisventill sem öðru fremur getur verndað gildi hennar um aldur og ævi.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2025 kl. 21:51

6 identicon

Hún er skotheld, þetta er pottþétt vörn, ekkert fær haggað Stjórnarskránni...loforð pólitíkusa tryggir það. Samskonar ákvæði var trúlegast að finna í öllum þeim Stjórnarskrám sem þurfti að breyta svo stór hluti Evrópu gæti sameinast sem ESB.

Og svo smá sögubrot til gamans:

Af vísindavefnum:   ###.....Bútasaumur íslensku stjórnarskrárinnar birtist í því að núgildandi stjórnarskrá er að upplagi lýðveldisstjórnarskráin frá árinu 1944. En sjálf byggði hún að stórum hluta á stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands sem tók gildi árið 1920. Sú stjórnarskrá var nátengd stjórnarskrá Danmerkur frá 1848 og sömuleiðis stjórnarskrá Íslands frá 1874. Allar þessar stjórnarskrár gengu í gegnum breytingar á gildistíma sínum og því endurspeglar núgildandi stjórnarskrá Íslands ýmsar aðstæður og stjórnarform fyrri tíma með orðalagi sínu, og túlkun á henni verður að taka mið af þessari sögu hennar.

Bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita.

Margir telja að vegna þessa þurfi Íslendingar að fá stjórnarskrá sem samin er frá grunni fyrir íslensk samfélag og iðulega er bent á að þetta hafi raunar alltaf staðið til. Við lýðveldisstofnun hafi jafnvel verið gert ráð fyrir að eitt fyrsta verkefni nýs lýðveldis væri að setja sjálfu sér nýja stjórnarskrá.,,,###

Vagn (IP-tala skráð) 16.7.2025 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband