Stjórnarskráin

Ég get ekki skilið þessa umræðu um að fara kjósa um hvort við eigum að hefja aðlögunarviðræður við ESB. Stjórnarskráin leyir ekki þessa kosningu.

Fyrst þarf að breyta Stjórnarskránni til leyfa þessar kosningar. Ef það eru ekki gerðar breytingar þá eru landsmenn settir í þá stöðu að kjósa um LANDRÁÐ þ.e.a.s þeir sem kjósa JÁ eru að fremja LANDRÁÐ skv. Stórnarskránni.


mbl.is Vonar að Evróputengd mál verði ofarlega á blaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert í stjórnarskránni sem bannar viðræðurnar, kosningar um framhald þeirra og síðan kosningar um hvort fólk vilji að Ísland gerist aðili. Að því öllu loknu gæti það sem stjórnarskráin segir farið að skipta máli og kjósa gæti þurft um breytingu á henni áður en til inngöngu kæmi.

Stjórnarskráin bannar ekki umsóknir, viðræður og skoðanakannanir. Jafnvel þó afrakstur þess gæti kallað á stjórnarskrárbreytingu. Umsókn er ekki aðild, viðræður eru ekki aðild og kosning um vilja þjóðarinnar er ekki aðild.

Orðið landráð er hvergi að finna í stjórnarskránni.

Vagn (IP-tala skráð) 15.7.2025 kl. 15:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hugmyndin um "aðildarviðræður" er markleysa því það er ekkert til umræðu annað en aðild eða ekki og þar sem stjórnarskráin leyfir ekki aðild er markleysa að fara í viðræður og bannað að sækja um. Orðið landráð stendur vissulega hvergi í stjórnarskránni en í 47. gr. hennar stendur að sérhver nýr þingmaður skuli vinna drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. ÞAð samaama gildir um utanþingsráðherra eins og aðra embættismenn samkvæmt 2. mgr. 20. gr. stjórnarskráinnar. Eftir að viðkomandi hefur unnið slíkt drengskaparheit að stjórnarskránni má hann ekki gera neitt til að grafa undan henni, hvorki fella hana úr gildi né kollvarpa henni með breytingum sem myndu kippa grundvellinum undan henni á borð við að framselja stjórnarskrárbundið vald úr höndum Íslendinga í hendur útlendinga. Þar sem þetta er óheimilt er ESB aðild útilokuð og þess vegna bæði markleysa og lögleysa að "sækja um" slíka aðild eða hefja nokkrar aðgerðir sem stefna að slíku markmiði.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2025 kl. 16:17

3 identicon

Stjórnarskráin er ekki svo heilög að henni megi ekki allri breyta. Þjóðin kýs um þær breytingar og engin grein hennar er undanskilin. Drengskaparheit þingmanna koma ekki í veg fyrir breytingartillögur.

Vagn (IP-tala skráð) 15.7.2025 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband