Sökudólgar eða hvað?

Það eru til  sett lög um byssur og skotleyfi í þessu samfélagi. Sá sem fékk skotleyfi þurfti að undirgangast námskeið og kynna sér lög og reglugerðir.

Margir menn með byssuleyfi hópast saman og fara skjóta út um allt. Það falla mörg skotin til jarðar og hitta fólk. Sumt af þessu fólki særist og margir deyja. Skothríðin heldur áfram í nokkur ár og á endanum verða skotmennirnir uppiskroppa með skotfæri, en eftir þá liggur nánasta umhverfi þeirra í sárum og dauðateygjum.

Þeir sem lifa af skothríðina rjúka til og vill fá réttlæti fram fyrir þessi dráp. Hverjir eru sekir fyrir skothríðinni?

Fólk ríkur fram á sjónarsviðið og krefjast að skotmenninir verði dregnir til ábyrgðar og dæmdir.

En hvað gerist!!!!  Umræðan um ábyrgð á skothriðinni beinist af skotmönnunum og beinist til þeirra sem gáfu út skotleyfið og gerðu lög- regluverkið á bak við skotleyfið. Þeir voru orðnir morðingar, þeir áttu að passa upp á skotmennina!!, þeir áttu að takmarka skotin sem skotmenninir skutu þ.e. í stað 10.000  skota á mann þá áttu þeir að halda eftir 3.000 skotum í geymslu handa þeim til síðari tíma.

Er ekki eitthvað brogað við þessa sögu? Það er ekki neitt að þessari sögu miðað við fréttaflutning og kröfulysingar fólksins á torgum.

 

 


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband