Lönd ESB þurfa nánast allt fjármagnið

Þessar tölur er líklega þörf flestra landa í ESB til að koma sínum málum fyrir borð. En líklega fá þeir ekki allt saman og því mun fjármálakerfi landa í ESB hrynja hvert af öðru.

Þýskaland er of stolt til að biðja um aðstoð, Frakkar eru að undirbúa að yfirgefa EVRUNA, Ítalía er nánast orið gjaldþrota,Grikkland verður gjaldþrota osfr.

Ég held að ESB sé að líða undir lok. Þeirra hugsjónir fra miðri seinustu öld um sameinaða Evrópu er að hrynja innanfrá, hver höndin er farin að rísa upp á móti hvor öðru. Allir leiðtogar landa evrópu eru og þurfa að vernda sína þegna. Forustumenn evrópuríka eru farnir að huga að hvernig er best að koma sinni þjóð út úr vandræðunum.  Írar vilja fara þjóðnýta sína banka, frakkar eru farnir að hóta þjóðverjum um útgöngu. Allt  er að fara í upplausn í evrópu.

Evran er að veikjast gagnvart öðrum hagkerfum t.d. USAog ASÍU.Ný  Skattastefna á ríkin til ESB munu sliga  sambandsþjóðirnar.  Kína vill ekki gera viðskiptasamninga við ESB. Evran mun deyja í öllum þessum átökum.

Hvað ef  IMF hefur ekki nægt fé til evrópu, hvað þá?Ætla þjóverjar að fara hjálpa þeim bágstöddu ríkjum sambandsins, á sama tíma og þeir stefna í skuldir sem eru 65% af landsframleiðslu þeirra? Frakkar? sem eru í enn verri stöðu en þjóverjar? Spánn? sem stefna með skuldir sínar í sömu átt og þjóðverjar og frakkar. Nei ég held ekki.

Ég held að IMF fari ekki að lána fé til ríkja sem ekki hafa sýnt neinn-eða negatífan hagvöxt í góðu árunum 2005-2008, og atvinnuleysi vegna þess liggur í 7-12% + þrjóskuna um trúboðið um jöfnuðinn sem á að ríkja. Ekki á milli þegna hvers lands, heldur jöfnuð og deilingu gæða á milli aðildarríkja.

Ég held að  þessi jafnaðarstefna kaffæri þessar ca. 60 ára gömlu hugmyndir um sameinaða evrópu, eins og sambandsríkið USSR var kæft á  sínum tíma. Það era aðildaríkin sjálf.

Íslendingar þurfa ekki að vera í samanburði við/ eða sækja um ESB nú í dag, þegar við tölum um stöðugleika. Við skulum ekki láta Ísland fara inn í samband sem er að deyja drottni sínum. Við þurfum ekki á þeim átökum að halda sem framundan eru í sambandsríkjunum á næstu 2-5 ár. 

Við skulum byggja okkur upp, á okkar eigin forsendum, á sama tíma gefa sambandsríkjum ESB tækifæri áð byggja sig upp á sama tíma. 

Þegar bæði ÍSLAND og sambandsríkið ESB eru komin með fullan styrk, þá eigum við að senda þeim bréf þess eðlis, hvort þeir vilji fá okkur inn í sambandið með þeim kjörum sem við höfum ákveðið sem þjóð. BÆÐI RÍKIN HAFI STYRK TIL AÐ SEGJA JÁ EÐA NEI.

Það þar ekki að vera í neinni samningaleit í marga mánuði í þessum umleitunum. Þeir geta svarað spurningunni með tvennum hætti þ.e. NEI- VIÐ VILJUM EKKI OG  JÁ- VIÐ VILJUM. 

 Traust á ÍSLANDI kemur þegar við sýnum alheimi um samtakamátt þessarar þjóðar og byggjum upp taust atvinnulíf með okkar glæsilegu krónu, sem hefur sýnt sig að vera mesta kjarajöfnunartæki sem íslendingar hafa átt.

Við sínum öðrum þjóðum hvað samningsréttur er mikils virði og reynum að efla þann samningsrétt í milliríkjaviðskiptum við lönd sem eru nú í ESB. Við þurfum að taka reynslu Sviss til fyrirmyndar, því þeir eru í miðu evrópulanda og hafa spjarað sig landa best í öllum þessum hamförum, og líða engar kvalir í þessum hamförum. 

 


mbl.is 220.000 milljarðar í viðbót?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílík endaleysa. :-o Ég vildi annars gjarnan hafa svarað einhverju af þessum texta. En ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Kannski ætti ég að byrja á þér, enn ég þekki þig ekki. Ég giska þó á að þú sért á móti mögulegri inngöngu Íslands í ESB. ;-) Þú þarft líklega ekki að hafa áhyggjur af því. Ef það kæmi til greina að hálfu Íslendinga, þá eru þau skilyrði sem við þyrftum að uppfylla nánast ómöguleg fyrir okkur að ná. Það er þó möguleiki að við kæmumst inn á einhverjum útnára- undirmála- eða vorkunarskilmálum. Það væri ótrúlega niðurlægjandi fyrir okkur ef við reyndum að fara þá leið. Svo þú getur rólegur slíðrað fullyrðingabyssurnar þínar. Það væri nær að eyða púðri á að hreinsa til hér og reyna að stuðla að við íslendingar komumst niður á jörðina aftur eftir 20-30 ár með við-erum-best-í-heimi-minnimáttarkenndar-brjálæðið og við fáum hér mannvænlegt eðlilegt smáþjóðasamfélag með íslensk-evrópskri menningu í staðin fyrir ameríska-wana-be menninguna sem hér hefur þrifist um allt of langt árabil.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það að vera blindur á inngöngu í ESB er ekki gæfulegt. Mér sýnist að þú þurfir að komast niður á jörðina í þeim efnum. Þér væri hollt að nota tímann og lesa fréttir í erlendum fréttamiðlum um stöðuna í Evrópu.  Það er ekki gæfulegar fréttirnar þar um ástandið. Það er engin lygi um þá umræðu að ríkin eru farin að huga að öðrum kosti en þessa Evru, því hafkerfin eru svo ólík á milli landanna og sveigjanleiki misjafn í þeim.

Við höfum meiri sveiganleika heldur en nokkurt ríki í Evrópu til að koma okkur áfram í lífinu, og það með krónuna í fararbroddi.  Hverjir eru að hrósa happi yfir því að hafa ekki tekið upp Evruna? Svar- Svíþjóð.

Þjóðverjar eru orðnir þreittir að greiða skuldasúpu annarra ríkja. Frakkar eru að hóta Þjóverjum útgöngu úr myntinni o.sfr.

Eggert Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 18:16

3 identicon

Nú er það svo Eggert að ég er fyrir löngu hættur (eða að mestu hættur) að lesa erlendar fréttir í ritskoðuðum blöðum. Ég les gott úrval erlendra blaða á hverjum degi. Svo það er ekki ég sem hef látið mata mig með þessari dellu um allt sé að fara í hundanna út í hinni stóru Evrópu. :-)

Ég get heldur ekki séð afhverju þú kallar mig blindan ESB sinna. Ég hef hreint ekki gefið neitt í skyn sem gæti hafa gefið þér ástæðu til þess. Í raun er ég heldur mótfallinn aðild. Allavega er ég algerlega mótfallin aðild fyrr en við höfum komið hlutunum í lag hér. Ef það er mögulegt í okkar gjörspillta samfélagi. Allar umræður um einhliða upptöku evru er hlægilega barnalegar. Skil ekki að fólk taki svoleiðis röfl alvarlega.

En ef þetta þjóðfélag verður áfram stýrt af spilltum klíkum um 2-3 ár og ef hugarástandið hér á landi ekki er orðið eðlilegt, þá vill ég heldur að okkur verði stýrt frá Evrópu. Svo einfallt er það.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:03

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Thor

Þá erum við í megin dráttum sammála og getum aðeins vonað að þeir kosnu loki fyrir alla spillingu og einhendi sér í að koma skikki á efnahagsmálin. Það vita það allir að við þurfum að taka til í okkar ranni og allir vita að við þurfum að nota okkar kæru Krónu í þeirri tiltekt.  Því miður er hér einn flokkur, sem stefnir í að vera stærstur flokka, með þá einu lausn í sjónmáli að ganga í ESB. Þessi flokkur hefur ekkert plan B í efnahagsmálum og/eða peningamálum. Þeir treysta ekki sjálfum sér, heldur öðrum,  til að koma skikki á hlutina þegar þjóðinni blæðir út.

Eggert Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 21:43

5 identicon

Það er mögulegt Eggert. En láttu ekki spillingaröflin slá ryki í augu þín. Íslenskir fjölmiðlar hafa sloppið ótrúlega vel hingað til. En þeir eiga einna stæðsta hlut í hvernig komið er fyrir okkur. Það hefur verið skelfilegt að horfa upp á hvernig við höfum verið mötuð þannig að við grunuðum ekkert fyrr en allt hrundi yfir okkur. Í Evrópu þrífast þjóðfélög sem ég vildi óska að okkar bastarðs samfélag bara líktist örlítið. Við misstum sjálfstæðið fyrir mörgum árum og höfum lifað í þeirri blekkingu að okkar þjóðfélag væri bara toppurinn. Á með horfði fólk frá Evrópu með undrun hingað og skildi enganvegin hvernig við gætum lifað í þessari sjálfsblekkingu efnishyggjunnar þar sem peningar, fjárglæpamenn og spilltir stjórnmálamenn voru tilbeðnir sem hverrjir aðrir guðir. Ég skammast mín ekki fyrir land okkar nú eftir hrunið. Ég sé nefnilega vonarglætu í öskunni. En ég skammaðist mín ótrúlega fyrir að vera íslendingur á meðan þorri þjóðar vellti sér upp úr velmegunanarblekkingunni.

Ég veit ekki hvort eða hvernig við komumst upp úr þessu aftur. En lausnin fjallar ekki um peninga, skuldir eða von um ríkidæmi. Skuldir okkar verðum við að borga. Það er hart, en eru smámunir sem verða leystir með tíð og tíma. Lausnin er að koma á mannvænlegu samfélagi. Það er ég hræddur um að ekki takist. Ég treysti allavega engum núlifandi stjórnmálamanni á Íslandi til að færa þetta þjóðfélag upp úr öskunni og í átt að venjulegu, góðu og virku samfélagi þar sem fólk er sátt við það sem það er og sátt við það sem við höfum.

Þó við eigum ekki flottustu bílana, flottustu húsin, glæsilegusta kvennfólkið, bestu tónlist í heimi, hreinasta loftið, besta fiskinn, besta lambakjötið. Því skilirðu, að þó allt þetta væri sannleikur, þá er þetta ekkert sem skiptir neinn neinu máli. Útlendingar horfa undrandi á okkur þegar við í minnimáttaræði byrjum að telja upp alla þessa þvælu. Við þurfum engann Eiffel turn, óperuhúsið í Sidney, Manhattan eða Hollywood til að vera stolt þjóð. Við höfum allann efniviðinn fyrir framan okkur. Lítil harðgerð þjóð í náttúrufallegu landi. Harðduglega sjómenn og bændur. Fjöll og fossa, ár og dali. Allt sem við getum verið stolt af þó það sé ekki það besta, flottasta og stærsta í heimi. Ég bíð dagsins sem Jón háseti og Bjarni bóndi verða virtir fyrir það sem þeir eru bestir í, nefnilega vera það sem þeir eru.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband