Tillögur kröfuhafa?

Er ríkisstjórnin búinn að óska eftir tillögum kröfuhafa um endurgreiðslur á lánum sínum.?  Ef svo er, hvernig líta þær út? Möguleiki að vinna út frá þeim?

 

Fréttir eru að berast að kröfuhafar íslensku bankanna séu að selja kröfur sínar til ýmissa félaga á 5% af andvirði sínu. Ef þetta er rétt þá ættu Íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að hafa forkaupsrétt á þessum kröfum.

Ekki veit ég hvaða upphæðir er um að ræða, en ríkisstjórnin hlýtur að hafa einhverja hugmynd um upphæðina. Ef kröfurnar eru 3.000 milljarðar, þá væri 5% 150 milljarðar, og ég held að íslenska rikið geti greitt þá upphæð með innistæðu sinni í Seðlabanka Íslands.  Innistæðuveð  Seðlabanka Íslands í danska bankanum, sem kaupþingbanki á, liggur  forgangstrygging upp á (350 milljarða). 

Icesave skuldbindingar íslendinga í Englandi og Hollandi liggja ekki á borðinu ennþá. En ég er viss um að hægt verði að gera samninga um þær til langtíma við þessar vinveittuþjóðir.

 En með því að kaupa  kröfurnar í bankana á 5-10%, eða hafa forkaupsrétt á þessum kröfum, þá væri dæmið þannig að skuldir íslendinga lægi á bilinu 5-600 milljarðar. Þessari stærðarskuld gæti íslensk samfélag borið í nokkur ár.

Við myndum reka þá hluta bankanna í nokkur ár og þegar rétti tíminn (  10 ár) gætum við greitt þessar innistæðuskuldbindingar niður og gott betur.( þessar skuldir eru smápeningar í augum þessara þjóða,en stór peningur í  augum reikningseiganda)

 

Í millitíðinni prentar Seðlabanki Íslands peninga til að koma á móti gjaldmiðlasamningum norðurlanda þ.e. 1.500 milljörðum sem við leggjum inn í seðlabankann. Á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin tekur þessa ákvörðun, þá  endurgreiðir hún lán IMF og þakkar fyrir þeirra aðkomu til bjargar Íslandi.

 

Verðbólga hjá okkur mun verða að einhverju leiti, en við erum snillingar að kljást við hana.

Þegar  10 ár eru liðin og við verðum búin að greiða upp allar okkar skuldbindingar og vera með einn sterkasta Seðlabanka í heimi gagnvart stærð efnahagskerfis.

 

Það semég skrifa hérna er vísir að langtímaáætlun fyrir okkur íslendinga að komast í lífsgæði sem við viljum hafa fyrir okkur núlifandi og næstu kynslóðir. Það eina sem þarf er að ríkisstjórn okkar nú í dag hafi sömu sýn og ég var að lýsa.

 

Við þurfum ekki að semja við kröfuhafa íslensku bankana á þeirra forsendum. Við þurfum að stilla upp dæmi fyrir þessa kröfuhafa, dæmi sem hin Íslenska þjóð hefur efni á. Því fyrr sem VIÐ stillum um dæminu fyrir þá og göngum um leið til samninga, þá sendum við SKÝR skilaboð til heimsins, um að hin íslenska þjóð,láti ekki valta yfir sig af erlendum fjármagnseigendum sem var þeirra eina markmið að þéna meiri peninga en þeir gátu í sínu heimalandi. Við gerum upp allar þær skuldbindingar sem alþjóðlegir samningar okkar, þ.e. þeir sem Íslenska ríkið hefur undirritað og segja okkur að við þurfum að standa við. 

Með þessari festu í samningamálum við kröfuhafa gjaldþrota banka ,kröfur sem snerta heila þjóð. Þjóðar sem  er á barmi gjaldþrots og upplausnar, þá gerum við samning sem við getum staðið við.  Þessi skilaboð eykur trúverðugleika okkar í öllum heiminum. Það er ég viss um og vonandi þið líka.

 

p.s. Hugsið ykkur hvað  ríkið geti komið langt á móti íslenskum heimilum og fyrirtækjum ef þær næðu þessum samningum við kröfuhafa um 5-10% uppkaup á skuldum bankanna.

 

 


mbl.is Horfur um efnahagsbata verri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já...heimska íslendinga kostar.  Er thad ekki ágaett ad íslendingar hljóti thá refsingu sem their eiga skilda?

Vid hverju er ad búast thegar thjódin hefur gefid graent ljós á spillinguna í meira en 20 ár?

Kjósendur spillingarflokksins og framsóknar verda ad taka sökina á sig.  Thad voru kjósendur spillingarflokksins og spilltu framsóknar sem kölludu yfir thjódina kvótakerfid sem er nú búid ad rústa efnahag og sidferdi thjódarinnar algerlega.

Ég segi bara:  GOOD LUCK med ad byggja upp efnahaginn og thjódfélagid á theim gerspillta grunni sem kvótakerfid er og theirri fáránlegu adgerd sem 5% árleg fyrning er. 

Framtíd íslands er kolsvört.  Ísland verdur í framtídinni sama skrípólandid sem thad hefur verid sídan ad kvótakerfid var sett á. 

Ad búast vid ad eitthvad lagist eda ad heidarlegt og gott fólk geti hjálpad thjódinni vid slíkar fáránlegar leikreglur og spillingu er hrein heimska.

Nei...Ísland heldur áfram ad vera sjúskad land og ekkert er líklegra en ad efnahagslegt gjaldthrot einstaklinga og fjölskyldna verdi algengara og algengara og baetist ofan á sidferdilegt gjaldthrot thjódarinnar. 

Framtídin:  Gjaldthrot einstaklinga og fyrirtaekja (hefur thegar hafist).  Velferdakerfid hrynur(hefur thegar hafist).  Thorskstofnin gaeti hrunid(hefur thegar hafist).  Fasteignaverd hrynur(hefur thegar hafist). 

Thad virdist vera algerlega ómögulegt ad koma thví inn í hausinn á fólki ad ef eitthvad jákvaett á ad gerast verdur thjódin ad losa sig vid kvótakerfid strax.

Sidferdi thjódarinnar er löngu hrunid.

Svört framtíd Íslands (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband