12.6.2009 | 21:50
Kastljós.
Var að horfa á kastljós (klst. seinna) og horfði á Ólínu og Ólaf ræða um fréttir vikunar. Ég gat varla hamið mig yfir þeirri vitleysu sem kom þarna fram hjá öllum aðilum. Þarna talaði maður sem var búinn að skrifa bók um bankahrunið, fréttamaður sem er búinn að vera í sviððljósinu frá bankahruni, og síðast er það þingkona, sem nýkomin er á þing. Hvað kom út úr þessu kastljósi (þ.e. byrjun þess)?
Vantrú höfundar bankahrunsbókar um trúverðuleika upplýsingargjafar "ráðgjafa"Evu til íslenskrar réttarfars og mögulega hagsmunatengsla þessara ráðgjafa til rannsóknarinnar. Þvílik endaleysa! Að þessi maður hafi skrifað bók um hrunið, nú er ég farin að trúa allri krítinni sem bókin hafi fengið.
Ólína, þingkona,segirað nú liggi betri samningur á borðinu en var áður, og hún hafi einungis þessa tvo samninga til að bera saman.
Spyrjandinn, Sigmar Þröstur, reyndi að koma með hvassa spurningu um efasemdir um réttmæti þess að greiða ekki, en hafði ekki þor til að halda áfram.
Ég skrifaði á bloggsíðu Ólínar í gær, og sagði henni að hún ætti, ásamt öðrum þingmönnum að eiða 1-2 klst á dag til að uppfræða síg um málefni sem brenna á þjóðinni. Hún gæti jafnvel kastað á bloggið spurningum til að fá svör og skoðanir á efnisspurningu á örfáum klst.
Hún greinilega hefur ekki lesið bloggið sitt. Ef til vill vegna þess að hún var að hugsa um að loka fyrir athugasemdir frá fólkinu.
Seinni hluti Kastljóss var umræða um "meikup" hjá konum. Hverslagst þáttastjórnun er þetta hjá Þórhalli. Er ekki tilefni til að nota tíma, Kastljóss, til þess að ræða þau málefni sem brenna á samfélaginu og ræða þann möguleika á því að Alþingi sé að fremja landráð með samþykki á þessum Icesave samningi. Á sama tíma væri Alþingi að brjóta Stjórnarskrá Íslands. Er til meira tilefni til að fresta "Meikup" þætti Ragnhildar í nokkur ár.
Athugasemdir
Sæll Eggert.
Ég sendi öllum þingmönnum mótmæli vegna ICESAVE, nokkrir þingmenn svöruðu, þar á meðal Ólína, sendi þér hér svarið hennar sem er ekkert trúnaðarmál og er í sama hálfvelgju Samfylkingarfrasanum (undirstrikanir mínar) og hún var með í Kastljósi. Taktu eftir hvernig hún afgreiðir spurninguna um lögfræðilegan ágreining. Þessi afstaða stjórnmálamanna í þessu stærsta hagmunamáli íslensku þjóðarinnar er óábyrg og setur þjóðina í skuldafangelsi. Argentísk stjórnvöld voru þó það huguð eftir hrunið hjá þeim að þau buðu öllum lánadrottnum 20% af skuldinni, en eyddu ekki tíma í viðræður. Þeir sem tóku ekki tilboðinu fengu ekkert. Þau stjórnvöld voru ekki hrædd við önnur stjórnvöld.
"Ágæti Sigurbjörn.
Ég lít svo á að íslensk stjórnvöld séu nú að róa lífróður fyrir íslenska þjóð, og ég er tilbúin að aðstoða þau við þann róður af öllum mínum kröftum.
Eftirköstin af efnahagshruninu verða ekki auðveld - það vissum við. Nú er komið að skuldadögunum. Við eigum enga leið út úr hruninu aðra en að moka, og það verða allir að hjálpast að við þann mokstur, hvort sem þeir bera ábyrgð á hruninu eða ekki.
Ég er ekki sátt við það að þurfa að taka á mig lífskjaraskerðingu og hækkun lána í framtíðinni vegna þessa ástands, enda ber ég enga ábyrgð á því frekar en þú. En við erum ein þjóð, og við verðum að takst á við þetta sem þjóð. Ekki bara okkar sjálfra vegna heldur barnanna okkar vegna og barnanna þeirra. Það er það minnsta sem við getum gert.
Ég trúi því að þær aðgerðir sem nú eru í gangi, miði einmitt að því að bjarga. Þess vegna styð ég þær heilshugar og mun greiða atkvæði með þeim. Ég gæti ekki samvisku minnar vegna setið hjá, og þaðan af síður greitt atkvæði gegn, því ég trúi því að með Ice-save samningnum hafi verið kastað til okkar líflínu sem muni ráða úrslitum um það hvort við eigum okkur viðreisnar von sem þjóð.
Dómstólaleiðin er að mati fjölmargra lögfræðinga ekki fær fyrir okkur - þeir bjartsýnustu segja hana afar áhættusama. Í því ljósi, sé ég enga aðra leið en þá sem nú er verið að fara. Lánið er okkur hagstætt, 5,5% vextir og sjö ára greiðslufrestur í upphafi, meðan verið er að ná eignum Landsbankans upp í skuldir. Svartsýnustu spár segja að eignirnar muni duga fyrir 75% af láninu, þeir bjartsýnustu tala um 95%.
Með fullri virðingu fyrir skoðunum annarra - þá mun ég í þessu máli hlýða mínni eigin samvisku eins og Þingmannseiðurinn kveður á um að mér beri að gera. Ég mun ekki láta undan þrýstingi frá hvorki stjórn né stjórnarandstöðu, og mun ekki láta æsingslega og óábyrga umræðu villa mér sýn í þessu máli. Hér er of mikið í húfi.
Með velfarnaðaróskum,
Ólína Þorvarðardóttir
Alþingismaður
s. 5630701 / 8923139
www.olinathorv.blog.is<http://www.olinathorv.blog.is/>"
Sigurbjörn Svavarsson, 12.6.2009 kl. 23:42
Sigurbjörn.
það er mjög gott að vita að hún hlíði sinni samvisku, eins flestir alþingismenn eiga að gera. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir hana og aðra þingmenn að reyna að fá sem mestar upplýsingar sem hún /þeir mögulega geta fengið. Það eru lög í þessu landi um ríkisábyrgð lög.nr.121 /1997. Það væri t.d. gott fyrir Ólínu og fleiri þingmenn að lesa þessi lög. Menn hafa verið að benda á önnur lög í gildi hér á landi, sem ætti að láta þingmenn okkar vita um, áður en skuldbindingar eins og ICESAVE samningur gerir ráð fyrir. Má ekki spyrja þingmenn um lagalegar heimildir þeirra til að samþykkja þessa ánauð á íbúa þessa lands?
Ég er ekki að segja að það eigi ekki að greiða skuldbindingar sem íslensk þjóð hafi stofnað til. Spurningin er hvort þjóðin hafi stofnað til þessara skuldbindinga. Ef ekki, því á þá ríkið að setja sjálft sig, og sína þegna, í abyrgð fyrir þessum skuldbindingum. Þetta er ekki rétt. Það að ESB krefjist þessarar ríkisábyrgðar, ásamt norðurlandaþjóðum, á ekki að skipta neinu máli. Því beina þessi ríki ekki spjótum sínum að gerðum breta í garð okkar? Því gagnrýna þau ekki gerðir sem Darling viðhafði við innistæðueiganda á eynni MÖN, sem voru með bankareikninga í útibúum frá breskum bönkum?
Þetta mál er allt á sömu bókina lært. Það á að böðla þessu í gegn án þess að við getum sagt nokkurn skapaðan hlut. Ef Ólína vill standa vörð um börnin okkar og barnabörnin, þá verður hún að athuga sína samvisku rækilega. Að sögumenn okkar framtíðar, segi börnum okkar og barnabörnum ,að þau hafi verið gerðir að þrælum, vegna ræfilsháttar og ótta stjórnvalda, ótta við að sannleikur mætti ekki koma fram í gegnum réttarkerfi. Segja þeim að það mætti ekki láta reyna á réttarkerfi Evrópu í ótta um að ankakerfi þeirra muni falla með þeirri ninðurstöðu. Að þau séu að gjalda fyrir slæm vinnubrögð af "herrum" Evrópu. Þeim hafi verið fórnað til þess að byggja upp "betri" Evrópu. Á sama tíma hafi ríkisstjórn verið að ásælast að komast í þetta samfélag með stefnuskrá sinni. Nei þetta má ekki gerast að svona sögur verði sagða til barna, og barnabarna okka.
Eggert Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 01:52
'Olína hefur ekki fengið að sjá öll atriði málsins frekar en þingheimur. Hún er þó ekki dómbær, en hún hefur þó þann galla eða kost að hafa aldrei rangt fyrir sér og vita betur en allir aðrir eins og Sólnes forðum. Það verður ekki deilt við slíka manneskju.
Raunin er hinsvegar sú að hún veit ekkert hvað hún er að segja og frasar um lífróður og framtíð þjóðar og barna gefur henni ekki nokkurn trúverðugleika. Hún hefur aldrei rætt efnisatriði, kosti, galla og lögmæti, enda getur hún það ekki. Hún skilur ekki málið. Færustu lögmenn eiga fullt í fangi með að skilja það enska lögfræðijargon, sem fyllir þessi samningsdrög. Hún verður hinsvegar síðust til að viðurkenna það.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.