Framtíð Ísland!!

Ísland skipi sér á ný í fremslu röð. 

 

"Ríkisstjórnin mun á þessu ári verja 10 milljónum króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til verkefnisins."

 

"Markmiðið er að forgangsraða fjármunum, nýta auðlindir og virkja mannauð þjóðarinnar til að vinna gegn fólksflótta og leggja grunn að almennri velsæld. Auk þess að leggja grunn að nýrri atvinnustefnu verður við undirbúning sóknaráætlunar sérstaklega kallað eftir hugmyndum um endurskipulagningu í opinberri þjónustu, stjórnkerfi og stjórnsýslu. Þá verður gerð tillaga að nýrri skiptingu landsins í svæði til að skapa viðspyrnu í endurreisnarstarfinu og stuðla að sterku samfélagi og vænlegum lífsgæðum til framtíðar. "

 

"Gert er ráð fyrir verkefnið hefjist formlega á haustdögum og ljúki haustið 2010 þegar fyrir liggi framtíðarsýn og sóknaráætlun sem nái til ársins 2020. "

 

Hvaða frétt er þetta? Á að setja 1o milljónir, í verkefni til að móta framtíð Íslands? Ríkisstjórnin er greinilega á réttri leið. " Efnahagleg endurreisn þjóðarinnar"Þetta stendur einnig í fréttinni.!!!

 

Eru menn endanlega gengnir af göflunum. Hvernig dettur ríkisstjórn það í hug að þjóðin hafi efni á því að setja 10 milljónir króna í  endurreisn efnahagslífsins, þegar allar þessar skuldir dynja á þjóðinni.  Ríkisstjórn hefur sent umsókn til ESB vegna þess að þjóðinni er ekki treyst til þess sama.

 

Að setja 10 milljónir í einhverja uppbyggingu til framtíðar til 20 ára , má sjá að metnaðurinn er ekki mikill hjá þessari Ríkisstjórn.   Enda má það líka vera, því aðildarumsókn hefur verið send til ESB, vegna ótrúar  Ríkisstjórnar á getu þjóðarinnar til að spjara sig í heimsviðskiptum. 

 

Þessi "stóra" innspýting inn í endurreisn efnahagslífs íslendinga, er  hinn mesti  dónaskapur og niðurlægingarboðskapur sem Íslenskri þjóð hefur verið sýnd.

 

Þessi upphæð til uppbyggingar á efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar, hrekkur varla fyrir þeim kostnaði, sem greiða þarf sérfæðingum, til að vinna eina "ábata-eða ekki ábata -skýrslu"gangvart þeim tugum hugmynda sem liggja nú þegar á borðum ráðuneyta og sveitafélaga.

 

Þetta er skrípaleikur, og ekki bjóðandi þjóðinni og þeim aðilum sem þegar hafa farið út í þessa vinnu. Nær væri að setja 1000 miljónir í þessa efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar. 


mbl.is Ísland skipi sér á ný í fremstu röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Here is a suggestion......All you icelanders that bought big Jeeps, and 1.5 tonn caravans, and summer houses, and big trailers, and boats and anything  else.....How would it be if you paid your debts and stop blaming the rest of europe for what you owe now. ...Stop being so spoilt children and pay your debts,....I will never trust any Icelandic  again !!!!!!

FAIR PLAY (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 22:39

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Fair play.

I think your are an idiot to think that of all icelanders.  *If you could reed my writing- þá held ég að þú sért vitlausari en flestir sem hér hafa heimsótt mína síðu.

Eggert Guðmundsson, 24.7.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fair play, we are paying our debts, yet they keep rising, which by definition amounts to extortion! The debts incurred by private bankers, however, are their debts and not ours to pay. Please stop trolling the blogs if you have nothing to offer except insults. I've seen your postings all over the place and they're always the same, bitter and uneducated, which makes your nickname a bit of a misnomer actually. Since you choose to call yourself "fair play", then at least play fair!

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2009 kl. 02:08

4 identicon

Ansi er "Fair play" vel að sér í íslensku. Hitta alltaf á þær síður þar sem skrifað er um ástandið. Getur verið að hann skrifi undir fleiri nöfnum af sömu IP tölunni og þá á gamla góða ylhýra.......

C4 (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband