Léttari greiðslubyrði!!

Árni Þór, sagði í Kastljósi nú í kvöld, að eini ágreiningurinn á milli samningsaðila Ícesave, sé hvort við gætum lengt í ríkisábyrgðinni, þ.e. haldið áfram að borga eftir 2024, ef efnahagslífið hérna á Íslandi verði svo bágborið, að fullnaðargreiðsla sé ekki í augsýn á því ári.

 

Hvers vegna er verið að fjalla um þennan ágreining, þegar allir Íslendingar vita ( Bretar og Hollendingar einnig) að okkur beri ekki að greiða þessa skuld skv. lögum ESB.  Heldur var Alþingi einungis  að samykkja þessar greiðslur til að friðþægja Evrópusambandið, til þess að geta átt möguleika á að endurreisa Íslenskt efnahagslíf og mögulega framtíð íslenskrar æsku hér á landi.

Ég skil ekki íslenska þingmenn.  Fyrir hverja eru þeir að vinna?  Á að reyna að finna einhvern flöt á hvernig hægt sé að koma á móti þessari frekju?

 

Þessar óformlegu atugasemdir viðsemjenda okkar á að taka sem höfnun á þessum samningi og láta þá leika næsta leik.

 

Árni dyrfist að segja það við íslendinga í beinni úsendingu, að með því að semja um lengri tíma fyrir Ríkisábyrgð á þessum samningi, þá yrði greiðslubyrðin léttari.!!!!!

 

Hvað er maðurinn að hugs??????????????????? 


mbl.is Aðeins hægt að breyta Icesave-lögum á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband