7.1.2010 | 00:31
Flottur Forseti.
Er þetta ekki Forseti fólksins í landinu? Þessi lokaorð í ræðu hans
Ég hélt að sú nýja Evrópa sem við erum að tala um snerist ekki bara um endurbætur á markaðshagkerfinu heldur líka um lýðræði og vilja fólksins". Hvað er hann að segja!!Hann er að setja fram hugleiðingar til réttinda fólks innan ESB. Forseti vor, skynjar Lýðræðisskortinn sem hefur orðið innan ESB- þ.e. minni kosningaþátttaka fólksins- Loforðum LISSABON SAMNINGS hefur ekki verið uppfyllt. Hann skynjar uppreisn fólks innan ESB vegna svikinna loforða sambandsins. -ÍTREKAÐ
![]() |
Ólafur í kröppum dansi á BBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.1.2010 | 00:18
Flottur Forseti.
Er þetta ekki Forseti fólksins í landinu? Þessi lokaorð í ræðu hans
Ég hélt að sú nýja Evrópa sem við erum að tala um snerist ekki bara um endurbætur á markaðshagkerfinu heldur líka um lýðræði og vilja fólksins". Hvað er hann að segja!!Hann er að setja fram hugleiðingar til réttinda fólks innan ESB. Forseti vor, skynjar Lýðræðisskortinn sem hefur orðið innan ESB- þ.e. minni kosningaþátttaka fólksins- Loforðum LISSABON SAMNINGS hefur ekki verið uppfyllt. Hann skynjar uppreisn fólks innan ESB vegna svikinna loforða sambandsins. -ÍTREKAÐ
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2009 | 21:40
Tillaga til leiðréttingar.
Ég er búinn að fylgjast með úrræðaleysinu og eftirgjöfinni hjá Ríkisstjórn Íslands í allt of langan tíma. Það er búið að segja við okkur um að við munum njóta þess þegar gengið styrkist gagnvart skuldbindingum ICESAVE.
Það er ekki rétt, því Bretar og Hollendingar hafa sett kröfur sínar fram til Tryggingasjóðsins í Íslenskum krónum.
Því munum greiða fleiri PUND og fleiri EVRUR til Hollendinga og Breta, ef gengið styrkist. Ef gengið styrkist um 20% á tímabilinu þá munum við greiða 20% fleiri EVRUR og PUND til Breta og Hollendinga.
Það er ekki gott mál.
Ég er með tillögu sem vert væri að vinna í smávegis. Tillagan felst í því að greiða þessa skuld strax við Breta og Hollendinga.
Útfærsla:
1 Ríkisstjórn Íslands samþykkir Ríkisábyrgð til handa Tryggingasjóð er nemur Icesave skuldbindingum.
2. Ríkisstjórn Íslands ræðir við lífeyrissjóðina um að þeir leiti láns til Norska olíusjóðsins, er nemur skuldbindingum Icesave.
3. Lífeyrissjóðirnir bjóða Norska Olíusjóðnum tryggingar í eignum Landsbankans, Ríkisábyrgð og í sjálfum sér. ( Ættu að geta náð afar hafstæðum vöxtum)
4. Lífeyrissjóðir Íslendinga leggja inn á lokaða handveðsbók í Englandi og Hollandi, Icesave skuldbindingar(Semja við Breta og Hollendinga um sömu vaxtaprósentu 5-6%) sem kemur til greiðslu ef Ísland tapar málaferlum gagnvart túlkun á REGLUVERKI ESB, ANNARS EKKI.
Kostir.
1. Getum hætt öllu þvargi við Breta og Hollendinga og hafnað samningum.
2. Ríkisstjórn hefur tíma til nauðsynlegra verka.
3. Vaxtagreiðslur ganga til Lífeyrissjóð Landsmanna og Lífeyrissjóð Normanna, en ekki til Breta og Hollendinga.
4. Sala eigna Landsbankans gengur til greiðslu skulda og lækkar vaxtabyrðina.
5. Þegar gengið styrkist þá þurfum við færri krónur til til greiðslu eftirstöðva og vaxta.
6. Bónus- Stungið upp í Breta og Hollendinga. Ekki síst ESB.
7. Lækkuð skuldabyrði Íslands og þegna þess.
8. Líklega kemur betra lánshæfismat frá stofnunum.
9. Traust viðskiptasamband myndast á milli Norðmanna og Íslendinga.
10. Stöndum í lappirnar og höldum smá stolti.
Forsendan fyrir þessari útfærslu liggur í því að senda menn frá Lífeyrissjóðunum með fulltingi Ríkisstjórnar og sækja um lán hjá þeim á þessum forsendum.
Norðmenn eru búnir að lýsa því yfir að þeir vilji hjálpa okkur 'Íslendingum og því ekki að láta á það reyna.
![]() |
Stærstu mistök Íslandssögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 20:11
Léttari greiðslubyrði!!
Árni Þór, sagði í Kastljósi nú í kvöld, að eini ágreiningurinn á milli samningsaðila Ícesave, sé hvort við gætum lengt í ríkisábyrgðinni, þ.e. haldið áfram að borga eftir 2024, ef efnahagslífið hérna á Íslandi verði svo bágborið, að fullnaðargreiðsla sé ekki í augsýn á því ári.
Hvers vegna er verið að fjalla um þennan ágreining, þegar allir Íslendingar vita ( Bretar og Hollendingar einnig) að okkur beri ekki að greiða þessa skuld skv. lögum ESB. Heldur var Alþingi einungis að samykkja þessar greiðslur til að friðþægja Evrópusambandið, til þess að geta átt möguleika á að endurreisa Íslenskt efnahagslíf og mögulega framtíð íslenskrar æsku hér á landi.
Ég skil ekki íslenska þingmenn. Fyrir hverja eru þeir að vinna? Á að reyna að finna einhvern flöt á hvernig hægt sé að koma á móti þessari frekju?
Þessar óformlegu atugasemdir viðsemjenda okkar á að taka sem höfnun á þessum samningi og láta þá leika næsta leik.
Árni dyrfist að segja það við íslendinga í beinni úsendingu, að með því að semja um lengri tíma fyrir Ríkisábyrgð á þessum samningi, þá yrði greiðslubyrðin léttari.!!!!!
Hvað er maðurinn að hugs???????????????????
![]() |
Aðeins hægt að breyta Icesave-lögum á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 19:44
Árangur í starfi.
Ég er sammála Má, um að laun séu ekki allt. Þetta er gamli mátinn hjá þessum gömlu "kommum". Ég vildi að Már setti þak á sín laun miðað við þær hugsjónir sem hann hafði á milli tvítugs og þrítugs. Hann muni setja miðið á að hann yrði launalaus þar til að árangur kæmi út úr hans peningamálastjórn.
Hann myndi setja markið nokkuð hátt, því árangur Seðlabanka Íslands, í peningastefnumálum, er ekki neinum takti við stefnu Forsætisráðherra okkar.
Hann ætti að gera kröfur, sem sæmi gömlum Kommúnista, um að hann væri hafin yfir alla aðra.
Hans gjörðir yrðu verðlaunaðar.
það kæmi svo til valds, Más, um hvort hann verði oflaunaður eða ekki.
![]() |
Peningar eru ekki allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2009 | 13:02
Samdráttur 5-6%
![]() |
Gert ráð fyrir 5,5-6% samdrætti í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 21:32
Framtíð Ísland!!
Ísland skipi sér á ný í fremslu röð.
"Ríkisstjórnin mun á þessu ári verja 10 milljónum króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til verkefnisins."
"Markmiðið er að forgangsraða fjármunum, nýta auðlindir og virkja mannauð þjóðarinnar til að vinna gegn fólksflótta og leggja grunn að almennri velsæld. Auk þess að leggja grunn að nýrri atvinnustefnu verður við undirbúning sóknaráætlunar sérstaklega kallað eftir hugmyndum um endurskipulagningu í opinberri þjónustu, stjórnkerfi og stjórnsýslu. Þá verður gerð tillaga að nýrri skiptingu landsins í svæði til að skapa viðspyrnu í endurreisnarstarfinu og stuðla að sterku samfélagi og vænlegum lífsgæðum til framtíðar. "
"Gert er ráð fyrir verkefnið hefjist formlega á haustdögum og ljúki haustið 2010 þegar fyrir liggi framtíðarsýn og sóknaráætlun sem nái til ársins 2020. "
Hvaða frétt er þetta? Á að setja 1o milljónir, í verkefni til að móta framtíð Íslands? Ríkisstjórnin er greinilega á réttri leið. " Efnahagleg endurreisn þjóðarinnar"Þetta stendur einnig í fréttinni.!!!
Eru menn endanlega gengnir af göflunum. Hvernig dettur ríkisstjórn það í hug að þjóðin hafi efni á því að setja 10 milljónir króna í endurreisn efnahagslífsins, þegar allar þessar skuldir dynja á þjóðinni. Ríkisstjórn hefur sent umsókn til ESB vegna þess að þjóðinni er ekki treyst til þess sama.
Að setja 10 milljónir í einhverja uppbyggingu til framtíðar til 20 ára , má sjá að metnaðurinn er ekki mikill hjá þessari Ríkisstjórn. Enda má það líka vera, því aðildarumsókn hefur verið send til ESB, vegna ótrúar Ríkisstjórnar á getu þjóðarinnar til að spjara sig í heimsviðskiptum.
Þessi "stóra" innspýting inn í endurreisn efnahagslífs íslendinga, er hinn mesti dónaskapur og niðurlægingarboðskapur sem Íslenskri þjóð hefur verið sýnd.
Þessi upphæð til uppbyggingar á efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar, hrekkur varla fyrir þeim kostnaði, sem greiða þarf sérfæðingum, til að vinna eina "ábata-eða ekki ábata -skýrslu"gangvart þeim tugum hugmynda sem liggja nú þegar á borðum ráðuneyta og sveitafélaga.
Þetta er skrípaleikur, og ekki bjóðandi þjóðinni og þeim aðilum sem þegar hafa farið út í þessa vinnu. Nær væri að setja 1000 miljónir í þessa efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar.
![]() |
Ísland skipi sér á ný í fremstu röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2009 | 10:37
Bjart útlit.
Það má segja að það sé Bjart yfir Íslandi og framtíð þess. Seðlabanki Íslands segir að það sé EKKERT má fyrir Ísland að standa við allar sínar skuldbindingar í komandi framtíð.
Seðlabankinn er svo bjartsýnn í sínum fyrirlestrum um ágæti og fjárhagslegu getu okkar Íslendinga í komandi framtíð.
Ef svo er að við Íslendingar geta borgað þessar DRÁPSKLYFJAR án ESB aðildar ( Því EKKI reiknar Seðlabankinn með því í sínum áætlunum) Ísland er orðið "skuldlaust" eftir 15 ár. Eftir 15 ár getum við byrjað að safna í gjaldeyrissjóðinn SÍ og nota næstu 15 ár til að byggja svo sterkan gjaldeyrisvarasjóð, að Íslenska KRÓNAN geti orðið ein sterkasta MYNT EVRÓPU.
Því er þá verið að eyða púðri og peningum í ESB aðildarviðræður?
![]() |
Bjart yfir þessum degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2009 | 00:31
Sammála Bjarna.
Ég er sammála Bjarna Ben. um það að ef Bretar og Hollendingar eigi að stefna Íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm og síðar til Hæstaréttar , ef þeir hlíta ekki niðurstöðu héraðsdóms. Það er að segja ef þeir þora.
Bjarni stillti þessu afar einfalt upp í þættinum hjá Sölva. Hann vildi reyna "pólitíska lausn" en samninganefnd okkar kom ekki með hana heim í júní sl. Samninganefndin kom með samning sem ekki er hægt að fallast á, miðað við þau samningsmarkmið sem fyrri ríkisstjórn (2008) og samningsaðilar okkar, Bretar og Hollendingar höfðu undirritað.
Það var frekar aumkunarvert að horfa "gimbilinn frá Gunnarstöðum" í , þessari útsendingu. Hann hann leit út eins og "kviðdreginn lambhrútur eftir fengitíma" og var enn að reyna að sannfæra þjóðina (Alþingi) til þess að samþykkja hina"einu útgönguleið" þ.e.Icesave í þeirri mynd sem hann er í dag. Hann hefur engan þátt átt í þessum málum, en hann hefur étið ofanísig all það sem honum hefur verið rétt. Stórt er kokið á soltnum þingeyingi.
Smá vísa úr minni mínu.
Þingeysk snilli, þelið gott
þarf ei tillibóta.
Lafir þar illa lagað skott,
lafir það á milli fóta.
Einnig var það aulalegt hjá Árna Páli að lýsa því yfir þjóðina að hún eigi enga aðra kosti en að knésetja sig fyrir "ægisvaldi "ESB, Norðurlandaríkja og IMF.
Þetta er líklega honum eðlislægt að beygja sig gagnvart valdi sem að honum er beitt. (líklega, því ekki mælti hann á móti lánveitingu Búnaðabanka til Samsons, til kaupa á Landbananum)
Líklega er þetta afleiðing þess að hann hafi verið svo lengi í SAMFYLKINGUNNI. Þar fer fram hinn "ótrúlegi" heilaþvottur fram. (En eru einhver "korn" eftir af samviskunni, þegar kemur að landsölu Íslands)
Menn úr mörgum flokksbrotum (SF) eru með sömu "samvisku" þegar kemur að aðalmálum flokksins.
Það sem vekur spurningar í mínum huga er ; Hvers vegna VG, SF sjái enga aðra möguleika á framtíð Íslands,en að samþykkja þennan afar samning, sem icesave samningurinn er, og eru að segja okkur, þegnum Íslands, að okkar bíði eymd og volæði, ef við ekki samþykkjum. (Ég vil ekki blanda ESB landráðum inn í þetta)
Ég get ekki skilið hvers vegna Íslensk þjóð geti ekki leitað réttar síns? VG og SF geta skýrt þetta fyrir mér líklega, a.m.k. "fræðimenn" þeirra, vonandi.
Ég get ekki skilið hvernig hver og einn í Samfylkingunni geti samþykkt þennan samning athugasemdalaust? (Hvað liggur að baki) Ég vill að sterkur flokkur eins og SF hafi einhverja aðra framtíðarsýn fyrir okkur íslendinga en, að fórna öllu sjálfstæði og löggjafarvaldi til annarra þjóða en okkar íslendinga.
Hvað er að því að setjast að samningaborði og segja að við viljum semja upp á nýtt. Þetta gerist á hverjum degi í samningum. T.D. Í fasteignaviðskiptum þá er gert gagntilboð við það tilboð sem hefur verið sett á borðið.
Er Bretum og Hollendingum ekki ljóst að þessum möguleika var kastað á borðið, þegar óskað var eftir samþykki Alþingis á þessum samningi.
Var Bretum og Hollendingum ekki ljóst að það þyrfti að breyta Íslensum lögum, til þess að fá samninginn samþykktan? Var íslensku samninganefndinni ekki ljóst að það þyrfti að breyta lögum? Var samninganefndin ekki með á hreinu, hvað væri gott fyrir Ísland? Gugnaði íslenska saminganefndin við mótlætið?
Er ekki siðferðisleg skylda okkar Íslendinga, að neita að borga og láta á reyna tilskipun ESB, gagnvart öllum þegnum bankainnistæðna í ESB löndum, í gegnum opin réttarhöld?
Afar líklega eru fleiri tilskipanir í regluverki ESB sem stangast á við "hagsmuni fólks" innan ESB og EES.
Á fólk í ríkjum ESB ekki að fá upplýsingar um hversu "gallað" regluverk stjórnherrana í ESB er?
Er ekki tímabært að upplýsa almenning(fólk) innan ESB um þá hluti sem viðgangast innan veggja Evrópuþingsins, og segja þeim að þeirra fulltrúar hafi einungis 12 mínútur til að tjá sig um alla þá mál sem þau varða, áður en ákvörðun er tekin? (hvaða lýðræði er viðhafið í ESB)
Á ekki að segja almenningi í ESB, hvernig ESB er að meðhöndla Íslenska þjóð. Segja henni að það sé verið að þvinga hana til samninga um skuldir EINKAAÐILA sem spiluðu í LOTTO og töpuðu.
Á ekki að segja almenningi í ESB um að Bretar og Hollendingar eru að hnésetja íslenska þjóð, fyrir skuldir" óreiðumanna", upphæð sem nemur "stöðumælasektum" til eins árs í þeirra landi.
Á ekki að upplýsa almenning um "háttsemi ESB ríkja" í þessu máli, gagnvart íslenskri þjóð?
Verðum við ekki sem íslendingar ekki að halda uppi þeirri stefnu f.h. ESB ríkja, að lög eru lög og þau gilda fyrir alla.
Eigum við íslendingar ekki skilið að geta farið til Evrópu og haldið höfðinu hátt?
Eigum við það skilið að Alþingi okkar "lúffi" í svaðið fyrir hótunum ESB, vegna þess að regluverk þeirra heldur ekki gagnvart algeru hruni bankakerfis í hverju landi sem er.
Niðurstaða.
Stöndum saman og neitum að borga. Látum reyna á lögin og við skulum lúta niðurstöðu dómstóla.
![]() |
EES-samningurinn var í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2009 | 09:09
Meiri ástæða.
Með því að hafa lesið um þessa hörku Breta um að einungis skuli vinna eftir þeirra sjónarmiðum, þá tel ég það gefa okkur enn meiri ástæðu til að fella þennan samning, og senda þeim skilaboð um að þjóðin láti ekki kúga sig.
Bjóða þeim upp á nýjan samning.
![]() |
Bretar sýndu hörku þar til yfir lauk í viðræðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)