12.6.2009 | 21:50
Kastljós.
Var að horfa á kastljós (klst. seinna) og horfði á Ólínu og Ólaf ræða um fréttir vikunar. Ég gat varla hamið mig yfir þeirri vitleysu sem kom þarna fram hjá öllum aðilum. Þarna talaði maður sem var búinn að skrifa bók um bankahrunið, fréttamaður sem er búinn að vera í sviððljósinu frá bankahruni, og síðast er það þingkona, sem nýkomin er á þing. Hvað kom út úr þessu kastljósi (þ.e. byrjun þess)?
Vantrú höfundar bankahrunsbókar um trúverðuleika upplýsingargjafar "ráðgjafa"Evu til íslenskrar réttarfars og mögulega hagsmunatengsla þessara ráðgjafa til rannsóknarinnar. Þvílik endaleysa! Að þessi maður hafi skrifað bók um hrunið, nú er ég farin að trúa allri krítinni sem bókin hafi fengið.
Ólína, þingkona,segirað nú liggi betri samningur á borðinu en var áður, og hún hafi einungis þessa tvo samninga til að bera saman.
Spyrjandinn, Sigmar Þröstur, reyndi að koma með hvassa spurningu um efasemdir um réttmæti þess að greiða ekki, en hafði ekki þor til að halda áfram.
Ég skrifaði á bloggsíðu Ólínar í gær, og sagði henni að hún ætti, ásamt öðrum þingmönnum að eiða 1-2 klst á dag til að uppfræða síg um málefni sem brenna á þjóðinni. Hún gæti jafnvel kastað á bloggið spurningum til að fá svör og skoðanir á efnisspurningu á örfáum klst.
Hún greinilega hefur ekki lesið bloggið sitt. Ef til vill vegna þess að hún var að hugsa um að loka fyrir athugasemdir frá fólkinu.
Seinni hluti Kastljóss var umræða um "meikup" hjá konum. Hverslagst þáttastjórnun er þetta hjá Þórhalli. Er ekki tilefni til að nota tíma, Kastljóss, til þess að ræða þau málefni sem brenna á samfélaginu og ræða þann möguleika á því að Alþingi sé að fremja landráð með samþykki á þessum Icesave samningi. Á sama tíma væri Alþingi að brjóta Stjórnarskrá Íslands. Er til meira tilefni til að fresta "Meikup" þætti Ragnhildar í nokkur ár.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2009 | 09:39
Rugl
![]() |
Ronaldo fær tvo milljarða í árslaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.6.2009 | 12:59
ESB Skelfur.
Auðvitað hræðist ESB fordæmið og neitar að stuðningi. Lettar vilja fella gengið og geta farið að selja sínar afurðir með góðum hagnaði til annarra ESB þjóða.
Um leið og önnur ríki sjá hverju framvindur hjá Lettum þegar þeir rjúfa fasttengingu síns gjaldmiðils við Evruna þá gætu önnur ríki farið í sömu aðgerðir.
Jafnvel Finnar gætu farið að hugsa sín mál upp að nýju, og líta á þann möguleika á því að taka upp aftur Finnska markið. Því þá gætu þeir styrkt sinn útflutning og keppt við Svíþjóð og önnur ríki um útflutning á trjávörum til ESB landa.
Danir gætu einnig farið að hætta að hugsa um sína fasttengingu við Evruna og möguleiki er á því að þeir afneituðu Evrunni í komandi kosningum.
Fleiri ríki i ESB sem eru að komast í svipaða stöðu og Lettland gætu farið að efast um að fasttenging gjaldmiðils síns við Evru eða jafnvel upptaka Evru, gætu haft skaðleg áhrif á efnahag síns lands og kjör sinna þjóðþegna.
Ef öll hin aðildarlöndin færu í smá naflaskoðun um gæði Evru sem gjaldmiðils síns efnahagslífs og komist að þeirri niðurstöðu að gæðin séu ekki eins og til var stofnað, þá væri möguleiki á því að niðurstaða þessara þjóða yrðu ekki hagstæð Evrunni sem sameiginlegri mynt.
Þess vegna er áhyggjum fyrir að fara hjá framkvæmdastjórn Evrópu. Þeir vita sem víst, að þeir munu sjá sína sæng útbreidda, fyrir gjaldmiðilinn EVRU og ESB ríkjadrauminn sem barist er fyrir með kjafti og klóm.
Endirinn verður hrun evrópska gjaldmiðilsins EVRU og hrun ESB.
![]() |
Lettland sem hið nýja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2009 | 01:01
Tillögur kröfuhafa?
Er ríkisstjórnin búinn að óska eftir tillögum kröfuhafa um endurgreiðslur á lánum sínum.? Ef svo er, hvernig líta þær út? Möguleiki að vinna út frá þeim?
Fréttir eru að berast að kröfuhafar íslensku bankanna séu að selja kröfur sínar til ýmissa félaga á 5% af andvirði sínu. Ef þetta er rétt þá ættu Íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að hafa forkaupsrétt á þessum kröfum.
Ekki veit ég hvaða upphæðir er um að ræða, en ríkisstjórnin hlýtur að hafa einhverja hugmynd um upphæðina. Ef kröfurnar eru 3.000 milljarðar, þá væri 5% 150 milljarðar, og ég held að íslenska rikið geti greitt þá upphæð með innistæðu sinni í Seðlabanka Íslands. Innistæðuveð Seðlabanka Íslands í danska bankanum, sem kaupþingbanki á, liggur forgangstrygging upp á (350 milljarða).
Icesave skuldbindingar íslendinga í Englandi og Hollandi liggja ekki á borðinu ennþá. En ég er viss um að hægt verði að gera samninga um þær til langtíma við þessar vinveittuþjóðir.
En með því að kaupa kröfurnar í bankana á 5-10%, eða hafa forkaupsrétt á þessum kröfum, þá væri dæmið þannig að skuldir íslendinga lægi á bilinu 5-600 milljarðar. Þessari stærðarskuld gæti íslensk samfélag borið í nokkur ár.
Við myndum reka þá hluta bankanna í nokkur ár og þegar rétti tíminn ( 10 ár) gætum við greitt þessar innistæðuskuldbindingar niður og gott betur.( þessar skuldir eru smápeningar í augum þessara þjóða,en stór peningur í augum reikningseiganda)
Í millitíðinni prentar Seðlabanki Íslands peninga til að koma á móti gjaldmiðlasamningum norðurlanda þ.e. 1.500 milljörðum sem við leggjum inn í seðlabankann. Á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin tekur þessa ákvörðun, þá endurgreiðir hún lán IMF og þakkar fyrir þeirra aðkomu til bjargar Íslandi.
Verðbólga hjá okkur mun verða að einhverju leiti, en við erum snillingar að kljást við hana.
Þegar 10 ár eru liðin og við verðum búin að greiða upp allar okkar skuldbindingar og vera með einn sterkasta Seðlabanka í heimi gagnvart stærð efnahagskerfis.
Það semég skrifa hérna er vísir að langtímaáætlun fyrir okkur íslendinga að komast í lífsgæði sem við viljum hafa fyrir okkur núlifandi og næstu kynslóðir. Það eina sem þarf er að ríkisstjórn okkar nú í dag hafi sömu sýn og ég var að lýsa.
Við þurfum ekki að semja við kröfuhafa íslensku bankana á þeirra forsendum. Við þurfum að stilla upp dæmi fyrir þessa kröfuhafa, dæmi sem hin Íslenska þjóð hefur efni á. Því fyrr sem VIÐ stillum um dæminu fyrir þá og göngum um leið til samninga, þá sendum við SKÝR skilaboð til heimsins, um að hin íslenska þjóð,láti ekki valta yfir sig af erlendum fjármagnseigendum sem var þeirra eina markmið að þéna meiri peninga en þeir gátu í sínu heimalandi. Við gerum upp allar þær skuldbindingar sem alþjóðlegir samningar okkar, þ.e. þeir sem Íslenska ríkið hefur undirritað og segja okkur að við þurfum að standa við.
Með þessari festu í samningamálum við kröfuhafa gjaldþrota banka ,kröfur sem snerta heila þjóð. Þjóðar sem er á barmi gjaldþrots og upplausnar, þá gerum við samning sem við getum staðið við. Þessi skilaboð eykur trúverðugleika okkar í öllum heiminum. Það er ég viss um og vonandi þið líka.
p.s. Hugsið ykkur hvað ríkið geti komið langt á móti íslenskum heimilum og fyrirtækjum ef þær næðu þessum samningum við kröfuhafa um 5-10% uppkaup á skuldum bankanna.
![]() |
Horfur um efnahagsbata verri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2009 | 21:44
Kópavogur og Gunnar Birgisson
![]() |
9,6 milljarða halli hjá Kópavogsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2009 | 20:44
Össur á Möltu!
Hver fjármagnar ferð Össurar til Möltu? Hvernig dirfist honum að fara til Möltu og ræða við ráðamenn þar um mögulegan stuðning þeirra vegna mögulegrar aðildarumsókn Íslands í ESB. Ég heimta að íslenska ríkið borgi ekki fyrir þessa ferð og skora á alþingismenn að taka þessa ferð upp á alþingi.
Með þessari ferð er Össur kominn langt fram úr öllu velsæmi og ætti að vera tekinn á teppið af þjóðinni. Alþingi er ekki búin að fjalla um þetta mál og er málið til umfjöllunar í utanríkisnefnd. Hann lætur engan vita af þessari ferð og tilgang hennar. Þetta er einn mesti dónaskapur sem alþingismaður íslendinga hefur sýnt sinni þjóð og meðbræðrum á alþingi.
Ef ekkert verður tekið á þessu máli, þá megum við íslendingar eiga von á fleiri ferðalögum Össurar og annarra trúboða af hans gerð til núverandi aðildarríkja ESB og betla um fylgi um aðildarumsókn sem ekki hefur enn verið samþykkt af alþingi né þjóðnni.
29.5.2009 | 14:15
? hversu margar.
![]() |
Fyrstu umræðu um ESB-tillögu lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 22:10
Von um betrumbót
![]() |
Verðbólgan er lífseig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 22:01
Ekki nóg
![]() |
Festa gengið í 160 - 170 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2009 | 18:51
Aðgerðarleysi ríkisstjórnar
![]() |
Annar hluti AGS-lánsins í júlí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)