22.2.2010 | 21:19
Hverjir borga?
Þetta er einungis ein frétt af mörgum um ástandið í löndum ESB. Ríkin í ESB hafa dælt milljörðum inn í bankakerfi sinna landa til að halda lífi í kerfinu og bjarga því sem hægt var að bjarga.
Hvað er að í þessum banka? 18.2 +1,6= 19,8 milljarðar Evra. Hverjir eiga borga tapið? Svar: Ellilífeyrisfólkið með lágmarkstekjur. Fátæktarmörkin breiðast mjög hratt út.
Hvernig verður ástandið í Þýskalandi þegar fleiri bankar sem bætast við og Þýska ríkið "beilaði" út til þess að halda andlitinu ? Svar: Enn meiri fátækt í Þýskalandi. Hvenær segja Þjóðverjar hingað og ekki lengra? Svar: Þegar þeir átta sig á því hvað Ríkisstjórn þeirra hefur gert og fátæktin er farin að bíta enn betur. Fátækt er orðin meðal Þýsku þjóðarinnar eða ca. 14% hennar er undir fátæktarmörkum.
Er þetta sem við viljum fyrir okkar börn og barnabörn? Það eina sem Íslendingar gera kröfu um er að Íslenskt stjórnvöld verði með sterka peningamálastjórn og læri af reynslunni. Við skulum líta á og fylgjast með reynslu ESB í peningamálastjórn 27 aðildarríka sinna.
Töpuðu 1,6 milljörðum evra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.