Vangaveltur um 3. möguleikann varðandi RUV

Það mætti velta þeirri stöðu upp að leggja RUV niður og nota útvarpsgjaldið til annarra fjölmiðla. 

Útvarpsgjaldið verði nýtt til að styrkja "hlutlausa" fréttavinnslu og annað innlent efni.

Gera má kröfu um að 2-3 klst fréttaskýringarþættir verði settir á legg i "opinni dagskrá" styrktra sjónvarpstöðva og mál yrðu krufinn af mönnum sem eru með og á móti. 

Þörfin er mikil fyrir svona þætti fyrir málefnum sem koma upp td. eins og staðan er nú um  Orkupakkana frá ESB.

Setja má síðan upp nefnd "alvöru" blaðamanna til að fylgjast með hlutleysi fréttastofa. Ef styrktur fjölmiðill verður staðinn af hlutdrægni, þá missir hann ríkisstuðninginn.


mbl.is „Sterk rök með og á móti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttamenn(konur) RUV hafa sterkar skoðanir varðandi OP3, ESB og Trump sem þeir hika ekki við að reyna að troða upp á landsmenn með öllum ráðum - svo leggja niður RUV er besta lausnin.

Var það fréttaskýringarþáttur þegar Menntamálráðherra grenjaði í beinni útsendingu yfir ofbeldi krakkana úr leikskólanum sem höfðu verið að tala illa um hana á fyllerí út í bæ

Borgari (IP-tala skráð) 17.8.2019 kl. 14:56

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það hefur verið ríkjandi að persónulegar skoðanir fréttamanna RUV renna óritskoðaðar yfir okkur sem sitja í sófanum og hlusta.

Eggert Guðmundsson, 17.8.2019 kl. 15:02

3 identicon

Hef verið fylgjandi að halda RUV sem ríkisstöð utan auglýsingamarkaðar og gera hana líkari Ríkisútvarpi Færeyja með minni dagskrá og kostnaði en núna er. Verð samt að segja Eggert að þetta er fínasta hugmynd hjá þér Eggert.

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 17.8.2019 kl. 16:53

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég get verið sammála þér Gunnar í þessu með að halda út lágmarks dagskrá. En eftir að hafa fylgst með fréttum af stórum málum sem skipta okkur íslendinga mjög mikið, þá er ég farinn að hallast á að fréttastofunni verði lokað. Það er allt of mikið um að afstaða fréttamanna komi fram og engri gagnrýni kemst að. 

Ég get t.d. nefnd eitt dæmi um lélega fréttamennsku er varðar Orkupakka 3. Það er búið að taka mörg viðtöl við rafformann Sjálfstæðisflokksins um ýmis mál, en fréttamenn hafa ekki enn rekið hljóðnemann framan í hann og spurt -hvers vegna er þessi kúfvending hans í raforkumálum frá því í fyrra  (mars 2018) þegar hann svaraði Þorsteini Víglundsyni á Alþingi að ESB hefði ekkert með að ráðskast með raforkumál íslendinga.

En nú hefur hann þagað þegjandi hljóði og er tilbúinn að láta forystufólk sitt samþykkja Orkupakka 3. Enginn fréttamaður hefur spurt hann um þessa stefnubreytingu, og þá sérstaklega þegar bakland hans er þessu mótfallið.

Eggert Guðmundsson, 17.8.2019 kl. 19:45

5 identicon

Ég mundi bæði vilja leggja niður RÚV og útvarpsgjaldið. Vingjarnleg kveðja.

Sigurður Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.8.2019 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband