Lög og sérstakur saksóknari

Þegar ég les lagagreinina sem FME er að vitna til, þá skil ég ekki þessa nýju lagasetningu til handa sérstökum saksóknara á alþingi.

Ég skil heldur ekki þá tregðu FME að hafa ekki látið allar upplýsingar strax af hendi til Óla sýslumanns.  


mbl.is Brutu þau bankaleynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Eggert!

Rakst á skemmtilega athugasemd þína við færslu mína.

Hef áhuga á öllu sem viðkemur íslensku samfélagi. Hef skoðun á flestu.

 

Ofangreind ummæli eru tekin af heimasíðu þinni og ég sé að þú hefur áhuga á íslensku samfélagi og hefur skoðun á flestu.

Það hef ég líka!

Ég hef lært og lesið um hagfræði í um 30 ár eða allt frá því að ég settist á skólabekk í Verzlunarskóla Íslands. Þar var hagfræði og rekstrarhagfræði kennd í 4 ár ásamt öðrum verslunargreinum.

Ég er reyndar ekki með neina háskólagráðu í hagfræði, heldur í þýsku og síðan með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Hagfræðin er ekki í fyrirrúmi í stjórnsýslunáminu, en samt sem áður er farið í grunnatriði rekstrar- og þjóðhagfræði.

Þú stingur upp á neðangreindu:

Þú verður að ræða við einhverja þér vitrari um hvað gjaldmiðill er.


Þetta er nákvæmlega það sem ég geri. Ég ræði við mér vitrari menn, les bækur eftir mér vitrari menn, horfi á fyrirlestra þar sem mér vitrari menn tala og horfi á mér vitrari menn í fjölmiðlum og mynda mér síðan skoðun á grundvelli gagnrýnnar hugsunar.



Vinnur þú á svipaðan hátt?



Ef svarið er nei, hver er nálgun þín við að höndla hina einu sönnu skoðun?

 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.4.2009 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband