5.6.2009 | 12:59
ESB Skelfur.
Auðvitað hræðist ESB fordæmið og neitar að stuðningi. Lettar vilja fella gengið og geta farið að selja sínar afurðir með góðum hagnaði til annarra ESB þjóða.
Um leið og önnur ríki sjá hverju framvindur hjá Lettum þegar þeir rjúfa fasttengingu síns gjaldmiðils við Evruna þá gætu önnur ríki farið í sömu aðgerðir.
Jafnvel Finnar gætu farið að hugsa sín mál upp að nýju, og líta á þann möguleika á því að taka upp aftur Finnska markið. Því þá gætu þeir styrkt sinn útflutning og keppt við Svíþjóð og önnur ríki um útflutning á trjávörum til ESB landa.
Danir gætu einnig farið að hætta að hugsa um sína fasttengingu við Evruna og möguleiki er á því að þeir afneituðu Evrunni í komandi kosningum.
Fleiri ríki i ESB sem eru að komast í svipaða stöðu og Lettland gætu farið að efast um að fasttenging gjaldmiðils síns við Evru eða jafnvel upptaka Evru, gætu haft skaðleg áhrif á efnahag síns lands og kjör sinna þjóðþegna.
Ef öll hin aðildarlöndin færu í smá naflaskoðun um gæði Evru sem gjaldmiðils síns efnahagslífs og komist að þeirri niðurstöðu að gæðin séu ekki eins og til var stofnað, þá væri möguleiki á því að niðurstaða þessara þjóða yrðu ekki hagstæð Evrunni sem sameiginlegri mynt.
Þess vegna er áhyggjum fyrir að fara hjá framkvæmdastjórn Evrópu. Þeir vita sem víst, að þeir munu sjá sína sæng útbreidda, fyrir gjaldmiðilinn EVRU og ESB ríkjadrauminn sem barist er fyrir með kjafti og klóm.
Endirinn verður hrun evrópska gjaldmiðilsins EVRU og hrun ESB.
Lettland sem hið nýja Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.